Til baka

Reitir kaupa Hallarmúla 2

15 apríl 2021

Reitir hafa fest kaup á um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2 í Reykjavík ásamt umtalsverðum byggingarheimildum.

Reitir kaupa Hallarmúla 2

Samhliða kaupum á fasteigninni hefur verið undirritaður leigusamningur við Fjallakofann sem kemur til með að opna þar nýja verslun með vorinu.

Hallarmúli 2 deilir lóðarmörkum með Icelandair Hotel Hilton Natura en sú fasteign er þegar í eignasafni Reita. Eftir kaupin halda Reitir einir á lóðarréttindum á sameiginlegri lóð Suðurlandsbrautar 2 og Hallarmúla 2​. Núverandi deiliskipulag Hallarmúla 2 gerir ráð fyrir 6.800 m2 á fimm hæðum auk 2.500 m2 kjallara svo ljóst er að kaupin veita tækifæri til áhugaverðra þróunarmöguleika þegar fram líður.

Fleiri fréttir

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.