Til baka

NEW YORKER opnar í Kringlunni

24 september 2018

Alþjóðlega tískuvörukeðjan NEW YORKER opnar í nóvember nýja og stórglæsilega verslun í Kringlunni. Verslunin verður á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem verslunin Zara var áður til húsa.

NEW YORKER opnar í Kringlunni

NEW YORKER hefur langt árabil verið leiðandi í tísku ungs fólks og hefur vaxið ár frá ári og starfa nú yfir 18.000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 40 þjóðlöndum.  Höfuðstöðvar þess eru í Braunschweig í Þýskalandi en verslanir eru nú yfir 1.000 talsins.

Verslunin í Kringlunni verður stórglæsileg og vöruúrval með besta móti, enda eru það einkunnarorð NEW YORKER að hvert augnablik sé einstakt og það sama eigi við um allan fatnað sem seldur sé í verslunum félagsins.  Hver einstaklingur eigi að fá að vera hann sjálfur og enduruppgötva sig aftur og aftur og þar skipti fötin máli.

Helstu vörumerki NEW YORKER eru AMISU, FB SISTER og CENSORED sem margir Íslendingar þekkja vel af ferðum sínum til Evrópu undanfarin ár en ATHLETICS, SMOG, og FSBN hafa einnig sinn sess í versluninni í Kringlunni.

„Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að mjög ánægjulegt sé að erlend vörumerki kjósi að opna verslanir sínar í Kringlunni og með tilkomu NEW YORKER í Kringlunni aukist enn úrval erlendra verslunarkeðja í húsinu sem styrki vöruframboð Kringlunnar viðskiptavinum Kringlunnar til handar.

Fleiri fréttir

Uppbygging við Nauthólsveg, í Spönginni og á Metróreit

Reitir fasteignafélag hafa gert uppbyggingarsamkomulag við Reykjavíkurborg um þróun og uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðar- og atvinnuhúsnæði við Nauthólsveg, í Spönginni og á Metróreit.

Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar

Reitir eru í 3. sæti meðal 1.720 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.