Til baka

Kringlan vinnur tvenn evrópsk verðlaun

14 júní 2024

Kringl­an hlaut á dög­un­um tvenn evr­ópsk verðlaun fyr­ir mörkun og upplifunarhönnun Kúmens sem opnaði í Kringl­unni í nóv­em­ber 2022.

Verðlaun­in Trans­form Aw­ards eru bæði virt og eft­ir­sótt. Verðlaun­in voru veitt við hátíðlega at­höfn í London á dög­un­um. Kringl­an ásamt mörk­un­ar- og upp­lif­un­ar­stof­unni M Worldwi­de hlaut silf­ur­verðlaun í flokk­un­um Best Brand Develop­ment Proj­ect og Best Brand Experience og bar þar sigur­orð af stór­um alþjóðleg­um vörumerkj­um m.a. Voda­fo­ne og Pepsi.

Best Brand Develop­ment Proj­ect verðlaun­in eru veitt fyr­ir framúrsk­ar­andi mörk­un og umbreyt­ingu hús­næðis í takti við breytta stefnu, gildi eða staðfærslu á markaði. Best Brand Experience verðlaun­in eru veitt fyr­ir frá­bæra upp­lif­un gesta á staðnum.

Með því að smella hér getur þú fræðst um verðlaunin eftirsóttu.

Mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Kringl­una og Kúmen

„Við erum afar stolt að hafa unnið til þess­ara stóru alþjóðlegu verðlauna. Þetta er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Kringl­una og Kúmen,“ seg­ir Inga Rut Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kringl­unn­ar.

 „Það er al­veg ljóst að Reykja­vík var að kalla á nýj­an stað til að hitt­ast, borða og njóta. Á sama tíma er hlut­verk og starf­semi versl­un­ar­miðstöðva um all­an heim að breyt­ast þ.e. þátt­ur upp­lif­un­ar og skemmt­un­ar skip­ar æ stærri sess. Þar hitt­ir Kúmen hitti beint í mark. Gesta­fjöldi hef­ur auk­ist um þriðjung eft­ir breyt­ing­una og velta á veit­inga­stöðunum hef­ur auk­ist um allt að 100%,“ seg­ir Inga Rut.

Ánægð með verðlaun­in

„Við hjá Reit­um erum mjög ánægð með þessi verðlaun. Þróun og umbreyt­ing fast­eigna er mik­il­væg­ur hlekk­ur í því hlut­verki fast­eigna­fé­lags­ins að skapa um­gjörð utan um sam­fé­lagið og um mann­lífið í borg­inni. Með þess­um verðlaun­um er staðfest enn frek­ar að teymi Reita er á heims­mæli­kv­arða í umbreyt­ingu hús­næðis og í því að skapa frá­bæra upp­lif­un gesta,“ seg­ir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita.

Breyt­ing­arn­ar voru unn­ar í ná­inni sam­vinnu Kringl­unn­ar, Reita fast­eigna­fé­lags, THG arki­tekta og M Worldwi­de.

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.