Til baka

Kúmen opnar í Kringlunni innan skamms

16 nóvember 2022

Tilkynnt hefur verið að nýja veitinga- og afþreyingarsvæðið sem opnar bráðlega í Kringlunni hafi fengið nafnið Kúmen. Á svæðinu verða m.a. 17 veitingastaðir, nýtt ævintýraland og endurnýjað Kringlubíó með nýjum lúxussal.

Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins. Breytingarnar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn. Þá gefur lengri opnun á hæðinni kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar. 

Fleiri fréttir

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.