Til baka

Hreinsun Kringlunnar gengur vel. Opnun á fimmtudag.

17 júní 2024

Kringlan opnar á fimmtudaginn. Hreinsun eftir brunann gengur vel.

Hreinsunarstarf gengur vel í Kringlunni en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur.

Reitir og Kringlan leggja höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst. Um 150 rekstrareiningar eru í Kringlunni og er tjónið mest á svæði sem spannar um tíu verslanir.

Á fimmtudag verður hægt að taka vel á móti gestum en reiknað er með að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið.

Reitir og Kringlan vilja ítreka innlegar þakkir til viðbragðsaðila, rekstraraðila, starfsfólks verslana og allra þeirra sem hafa unnið að því hörðum höndum að koma í veg fyrir frekara tjón og við hreinsunarstörf. Hröð og fagmannleg viðbrögð urðu til þess að engin slys urðu á fólki og hægt var að draga úr tjóni.

Nánari upplýsingar veitir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar í inga@kringlan.is eða 6606828.

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.