Til baka

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2023

31 október 2023

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023.

Creditinfo framkvæmir fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrðin og teljast þau framúrskarandi að mati Creditinfo. 

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin m.a. að vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og ársniðurstöðu þrjú undanfarin rekstrarár auk þess að uppfylla skilyrði um eignir og eiginfjárhlutfall.

Fleiri fréttir

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.