Til baka

Árs- og sjálfbærniskýrsla fyrir 2023 er komin út

Uppskeran af fjárfestingaverkefnum ársins 2023 var frábær. Vegferðin heldur áfram á árinu 2024 .

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita hefur verið gefin út á reitir.is/2023

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Eins og áður grundvallast stöðugur rekstur Reita af sterku og stöðugu fjárflæði frá útleigu til öflugra viðskiptavina. Tekjuflæðið nýtist síðan meðal annars til fjárfestinga í þróun húsnæðis, viðhalds- og endurbótaverkefna, fasteignakaupa og greiðslu arðs til hluthafa.

Uppskeran af fjárfestingaverkefnum á árinu 2023 var mjög góð. Til dæmis skilaði fyrsta rekstrarár Kúmen í Kringlunni stórauknum gestafjölda í húsið og Holtagarðar tóku stakkaskiptum með fimm nýjum verslunum. Stækkun vöruhúss Aðfanga um 2.700 fermetra var liður í framlengdum leigusamningi um húsnæði í Skútuvogi til Haga og Pósthús Foodhall í miðbænum hefur reynst vinsælt.

Vegferðin heldur áfram og helstu verkefnin eru uppbygging hótels við Laugaveg 176, áframhaldandi uppbygging 7.000 fermetra sérhæfðs spítalahúsnæðis við Ármúla 7-9 og mikilvægir áfangar munu klárast í skipulagningu fyrsta áfanga Kringlureitsins á síðari hluta árs 2024. Þá er reiknað með að gatnagerð hefjist á næstu mánuðum í Korputúni, nýju 90 þúsund fermetra atvinnuhverfi sem Reitir eru með í mótun á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.

Sjálfbærni og umhverfismál eru ofarlega í huga Reita. Með ábyrgri sýn á þróunarverkefni þar sem sjónarmið um uppbyggingu samfélags, umhverfisvernd og arðbærni eru lykilþættir geta Reitir haft hvað mest áhrif til góðs. Enda verður stór hluti kolefnisspors bygginga til á uppbyggingartíma. Með þetta í huga hafa Reitir lagt áherslu á að þróun á vegum félagsins fylgi stöðlum viðurkenndra umhverfisvottunarkerfa. Deiliskipulag Korputúns, sem tók gildi á árinu 2023, er á lokastigum BREEAM Communities vottunarferlis og Kringlureitur er skipulagður út frá kröfum sama staðals. Hóteluppbyggingin fer fram samkvæmt BREEAM Construction staðlinum."

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita fyrir árið 2023 er komin út á reitir.is/2023. Í henni má finna ítarupplýsingar um þróunarverkefni, leigutaka, fasteignir og leigusamninga félagsins ásamt upplýsingum um áherslur í sjálfbærnimálum á árinu.“

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.