Til baka

Árs- og sjálfbærniskýrsla fyrir 2023 er komin út

12 febrúar 2024

Uppskeran af fjárfestingaverkefnum ársins 2023 var frábær. Vegferðin heldur áfram á árinu 2024 .

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita hefur verið gefin út á reitir.is/2023

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Eins og áður grundvallast stöðugur rekstur Reita af sterku og stöðugu fjárflæði frá útleigu til öflugra viðskiptavina. Tekjuflæðið nýtist síðan meðal annars til fjárfestinga í þróun húsnæðis, viðhalds- og endurbótaverkefna, fasteignakaupa og greiðslu arðs til hluthafa.

Uppskeran af fjárfestingaverkefnum á árinu 2023 var mjög góð. Til dæmis skilaði fyrsta rekstrarár Kúmen í Kringlunni stórauknum gestafjölda í húsið og Holtagarðar tóku stakkaskiptum með fimm nýjum verslunum. Stækkun vöruhúss Aðfanga um 2.700 fermetra var liður í framlengdum leigusamningi um húsnæði í Skútuvogi til Haga og Pósthús Foodhall í miðbænum hefur reynst vinsælt.

Vegferðin heldur áfram og helstu verkefnin eru uppbygging hótels við Laugaveg 176, áframhaldandi uppbygging 7.000 fermetra sérhæfðs spítalahúsnæðis við Ármúla 7-9 og mikilvægir áfangar munu klárast í skipulagningu fyrsta áfanga Kringlureitsins á síðari hluta árs 2024. Þá er reiknað með að gatnagerð hefjist á næstu mánuðum í Korputúni, nýju 90 þúsund fermetra atvinnuhverfi sem Reitir eru með í mótun á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.

Sjálfbærni og umhverfismál eru ofarlega í huga Reita. Með ábyrgri sýn á þróunarverkefni þar sem sjónarmið um uppbyggingu samfélags, umhverfisvernd og arðbærni eru lykilþættir geta Reitir haft hvað mest áhrif til góðs. Enda verður stór hluti kolefnisspors bygginga til á uppbyggingartíma. Með þetta í huga hafa Reitir lagt áherslu á að þróun á vegum félagsins fylgi stöðlum viðurkenndra umhverfisvottunarkerfa. Deiliskipulag Korputúns, sem tók gildi á árinu 2023, er á lokastigum BREEAM Communities vottunarferlis og Kringlureitur er skipulagður út frá kröfum sama staðals. Hóteluppbyggingin fer fram samkvæmt BREEAM Construction staðlinum."

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita fyrir árið 2023 er komin út á reitir.is/2023. Í henni má finna ítarupplýsingar um þróunarverkefni, leigutaka, fasteignir og leigusamninga félagsins ásamt upplýsingum um áherslur í sjálfbærnimálum á árinu.“

Fleiri fréttir

Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til stjórnar Reita

Aðalfundur Reita 2025 verður haldinn þann 2. apríl 2025.

Viðtal við skipulagshönnuð 1. áfanga Kringlusvæðis og niðurstöður samráðs

Ítarlegt íbúasamráð er hluti vinnu vegna BREEAM vistvottunar skipulagsins

Sterkur rekstur á fyrstu níu mánuðum ársins

Góður gangur var á vegferð félagsins í átt að vexti og félagið hefur fjárfest vel umfram sett markmið í arðsömum fasteignakaupum og uppbyggingarverkefnum.