Til baka

Viljayfirlýsing um lífsgæðakjarna á Loftleiðasvæðinu

Reitir hafa undirritað viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um lífsgæðakjarna á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg.

Í Reykjavík stendur til að byggja á þriðja þúsund íbúðir auk hundruða hjúkrunarrýma á uppbyggingareitum sem hafa verið skilgreindir sem sérstakir „lífsgæðakjarnar” fyrir eldri borgara.

Lífsgæðakjarnar er heiti yfir nýja nálgun á húsnæði sem er einkum hugsað fyrir eldra fólk þar sem áhersla er á fjölbreytt búsetuform. Eignaríbúðum, leiguíbúðum og jafnvel hjúkrunarrýmum er raðað saman í aðlaðandi umhverfi með aðgengi að fjölbreyttri þjónustu og í bland við íbúðarhúsnæði fyrir aðra aldurshópa.

Reitir og Reykjavíkurborg hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna á loftleiðasvæðinu en Reitir vinna sem stendur að undirbúningi að umbreytingu á skrifstofubyggingu Icelandair í 84 rýma hjúkrunarheimili en félagið hefur einnig lagt fram hugmyndir um nýja íbúðaruppbyggingu á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir um 120 íbúðum, blöndu af þjónustuíbúðum og almennum leiguíbúðum auk þjónustukjarna sem myndi m.a. hýsa matvöruverslun og heilsutengda starfsemi.

"Við teljum að með því að blanda saman ólíku búsetufyrirkomulagi, verslunum, veitingum og aukinni þjónustu, sé komin uppskrift og grundvöllur að öflugu samfélagi eldri borgara á þessum frábæra stað í höfuðborginni. Uppbygging lífsgæðakjarna á Loftleiðasvæðinu fellur mjög vel að nýrri stefnu Reita um að vera leiðandi afl í þróun og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum. Við fögnum frumkvæði Reykjavíkurborgar um að setja þennan málaflokk í forgang og hlökkum til samstarfsins við Reykjavíkurborg." - Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita

Með viljayfirlýsingunni lýsa Reitir og Reykjavíkurborg því yfir að þeir séu tilbúin til að taka þátt í skipulagsvinnu og viðræðum varðandi þróun lífsgæðakjarna. Meta á hvort að það sé fýsilegt að byggja upp lífsgæðakjarna á lóðunum. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir innan sex mánaða frá undirritun yfirlýsingarinnar. Niðurstaðan verður lögð fyrir sérstakan starfshóp sem stofnaður hefur verið innan Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins.

„Framundan er stórfelld uppbygging lífsgæðakjarna víða um borgina. Á teikniborðinu eru allt að 2.600 nýjar íbúðir auk hjúkrunarrýma. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og landinn að eldast, því er mikilvægt að haga uppbyggingu fyrir eldra fólk í borginni í takt við það,“ - Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

Fleiri fréttir

Ráðherra kom í heimsókn í Kringluna

Menningar - og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, heimsótti Kringluna á dögunum.

Nýir stjórnendur og nýtt skipurit

Í kjölfar stefnumótunarvinnu og nýrrar stefnu um kraftmikinn vöxt á næstu árum hefur Reitir fasteignafélag innleitt nýtt skipurit. Nýju skipuriti er ætlað að efla vöxt félagsins með skýrri verkaskiptingu og skilvirkum ákvörðunartökuferlum.

Urriðaholtsstræti 2
Reitir kaupa Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ

Húsið var reist árið 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina.