Til baka

Gatnagerð hafin í Korputúni

Framkvæmdir eru að hefjast í nýju 90 þús. fm. atvinnuhverfi á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. 

Jóhanna B. Hansen sviðsstjóra Umhverfissviðs Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Þróunar hjá Reitum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita, Ingveldur Ásta Björnsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptavina hjá Reitum og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri Eignasjóðs Mosfellsbæjar

Uppbygging í Korputúni, nýju atvinnuhverfi sem rísa mun á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, er nú að hefjast en svæðið er alls um 15 hektarar eða hátt á stærð við verslunarsvæði Skeifunnar í Reykjavík. Hverfið verður fyrsta BREEAM Communities vistvottaða atvinnuhverfið á Íslandi og í næsta nágrenni við Blikastaðaland í Mosfellsbæ þar sem umfangsmikil uppbygging nýs íbúahverfis er fyrirhuguð.

Korputún er er hluti af mikilli uppbyggingu sem framundan er í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins og einstakt hverfi á landsvísu því það er fyrsta atvinnuhverfið sem er skipulagt samkvæmt kröfum BREEAM Communities vistvottunarstaðalsins. Sem þýðir að Korputún er skipulagt út frá þörfum fólks og náttúrunnar en ekki síður út frá hefðbundnum þáttum s.s. aðgengi, vöruflutningum og sýnileika. 

Vegagerð er hafin í hverfinu og reiknað er með að uppbygging geti hafist á næstu misserum. Í Korputúni geta fyrirtæki keypt lóðir eða fengið klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Svæðið er einstaklega aðgengilegt við Vesturlandsveg og staðsetning þess innan höfuðborgarsvæðisins nýtir vegrými í gagnstæða átt við umferðarþunga á annatímum. Samgönguás Borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið.

„Nýja atvinnuhverfið í Korputúni er gífurlega vel staðsett og býður mikil tækifæri. Höfuðborgarsvæðið er í mikilli þróun, ekki síst í norður- og austurhluta þar sem m.a. mun rísa byggð í Blikastaðalandinu og svo Keldnaholti þegar fram líða stundir. Korputún mun leika mikilvægt hlutverk í þessari uppbyggingu með blómlegu atvinnulífi í nýju og vönduðu hverfi.  Náttúrufegurðin og náttúrugæðin á svæðinu styðja vel við hugmyndafræðina að baki hönnun svæðisins, þ.e. hugmyndafræði náttúruverndar og vellíðan starfsfólks. Neðst í landinu, nálægt Korpu, er fallegt svæði með miklu dýralífi sem mikilvægt er að vernda. Við skipulag hverfisins var því lögð mikil áhersla á að lágmarka rask á vatnsmagni sem rennur í Korpu og unnin var vönduð viststefna fyrir hverfið. Niðurstaðan er skipulagsskilmálar sem gera kröfu um mikinn gróður og vistfræðilega viðeigandi gróðurval.  Með þessu viljum við bæði skapa heilsusamlegt umhverfi og vernda náttúruna á svæðinu. Samstarf Reita og Mosfellsbæjar hefur verið afar gott a skipulagstímanum og við hlökkum til samstarfsins á framkvæmdastiginu sem er nú er hafið." - Guðni Aðalssteinsson, forstjóri Reita.

Korputún, nýtt atvinnuhverfi á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar

Reitir hafa samið við tvö stór fyrirtæki um húsnæði á svæðinu. Annarsvegar er um að ræða sölu lóða með um 17 þúsund fermetra byggingamagni. Hinsvegar er um að ræða matvöruverslun sem verður kjölfesta í verslunarkjarna svæðisins auk þess að koma til með að þjóna íbúum í nýju aðliggjandi hverfi sem er í þróun í Blikastaðalandi.

“Ég fagna því að við séum að hefja uppbyggingu á þessu nýja atvinnusvæði í Mosfellsbæ. Það styrkir samfélagið hér að fá ný fyrirtæki á svæðið bæði hvað varðar þjónustu við íbúa en ekki síst að fjölga atvinnutækifærum. Við eigum í mjög góðu samstarfi við Reiti um þróun atvinnusvæðisins og höfum væntingar um að fá hingað öflug og fjölbreytt fyrirtæki." - Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Nánari upplýsingar um Korputún má finna á www.korputun.is

Fleiri fréttir

Margrét Helga Johannsdóttir - Reitir
Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét mun leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum

Eignaskýrsla fyrri árshelmings komin út

Í eignaskýrslu er fjallað um dreifingu tekna m.t.t. staðsetningar, tegundar húsnæðis og samsetningar leigutaka, ásamt tölulegum upplýsingum um allar fasteignir og umfjöllun um þróunareignir.

JYSK og Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði í Korputúni

JYSK hefur gengið frá viljayfirlýsingu við Reiti um kaup á lóðum og Bónus hefur undirritað viljayfirlýsingu um nýtt verslunarhúsnæði í hverfinu.