Til baka

Skipulag Orkureitsins fær BREEAM Communities vottun með "Excellent" einkunn

Reitir fóru fyrir skipulagsgerð á Reitnum sem hefur nú verið seldur að skrifstofubyggingunni undanskilinni.

  • Reitir fasteignafélag er fyrri eigandi reitsins og eigandi skrifstofubyggingarinnar á reitnum. Reitir fóru fyrir skipulagsgerð á reitnum samkvæmt BREEAM staðlinum
  • SAFÍR byggingar, sem keypti byggingarheimildir á reitnum 2022, byggir nú 440 íbúðir og um 2 þús. m2 atvinnuhúsnæðis á reitnum

Skipulag reitsins gerir ráð fyrir skjólgóðum inngörðum sem eru að hluta til opnir og vel tengdir aðliggjandi svæðum. Borgarlínustöð er áformuð framan við lóðina við Suðurlandsbraut og góðir göngu og hjólastígar tengjast skipulagsvæðinu. Hugað hefur verið að aðlögun að loftslagsbreytingum og mikið er lagt upp úr gæðum opinna svæða, t.d. með blágrænum innviðum, endurnýtingu byggingarefna og góðri lýsingu. Loftræstisamstæða verður fyrir hverja íbúð sem tryggir bætt loftgæði og endurnýtingu varma. Iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og bakhús á miðri lóðinni munu víkja fyrir 3-8 hæða byggingum í borgarmiðuðu skipulagi. Gamla Rafmagnsveituhúsið verður endurnýjað og heldur sínum virðingarsess á lóðinni.

Fyrirhugaðar byggingar á Orkureitnum, Suðurlandsbraut 34, gamla rafmagnsveituhúsið, er til vinstri á myndinni.

BREEAM Communities er alþjóðlega viðurkenndur breskur vistvottunarstaðall fyrir skipulagsgerð, þar sem þriðji aðili vottar skipulagið með tilliti til umhverfislegra, félagslegra og efnahagslegra gæða. Vottunin er gæðastimpill á skipulagið, byggðina og samfélagið sem þar mun verða til. 

SAFÍR byggingar ehf hefur þegar hafið byggingu fyrsta áfanga svæðisins og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn á Orkureitinn haustið 2024. Reitir fasteignafélag, eigandi gamla Rafmagsveituhússins og fyrrum eigandi reitsins, sá um öflun vottunarinnar og skipulag svæðisins á árunum 2018-2022 í samvinnu við skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

Reitir þakka Reykjavíkurborg fyrir gott samstarf og sömuleiðis samstarfsaðilum fyrir samstarfið og vel unnið verk. Skipulagshöfundar eru Alark arkitektarVSÓ ráðgjöf sá um verkefnastjórnun, verkfræðihönnun, byggðatækni og umhverfismál. Landslag sér um landslagshönnun og ráðgjöf því tengdu á skipulagsstigi.  Mannvit er úttektaraðili vegna BREEAM Communities vottunarinnar. Einnig kom Náttúrufræðistofa Kópavogs og Efla að vinnu varðandi skipulagið og BREEAM vottuninni.

Fleiri fréttir

Árs- og sjálfbærniskýrsla fyrir 2023 er komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita vegna ársins 2023 er komin út

Guðni Aðalsteinsson
Guðni Aðalsteinsson ráðinn forstjóri Reita

Guðni tekur við starfinu þann 1. apríl n.k. af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Kringlan í fyrsta sæti

Kringlan er í fyrsta sæti hjá viðskiptavinum samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar.