Til baka

Sambíó opnar í Kringlunni eftir glæsilegar endurbætur

Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt í morgun að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.

Sambíóin Kringlunni opnuðu loksins dyrnar upp á gátt í morgun að loknum framkvæmdum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Ráðist var í metnaðarfullar breytingar á aðkomu og veitingasölu bíósins og eru nú í nýjum og fallegum litum. Óhætt er að segja að ásýnd bíósins hafi tekið stakkaskiptum og er nú öll hin glæsilegasta.

Paolo Gianfrancesco hjá THG Arkitektum sá um að hanna endurbæturnar á húsnæðinu þar sem upplifun og þarfir bíógesta voru höfð að leiðarljósi en á sama tíma var vel gætt að viðhalda þeim góða anda og stemningu sem ætíð er að finna í Sambíóunum Kringlunni. Opnunartími Sambíóanna Kringlunni verður lengri en víða annars staðar en sýningar munu hefjast fyrr á daginn og um helgar verður boðið upp á morgunbíó sem vonandi kemur fjölskyldufólki og öðrum morgunhönum sérlega vel.

Glæsilegasti lúxussalur landsins

Stærsta og metnaðarfyllsta breytingin á bíóinu er án nokkurs vafa glænýr og glæsilegur Lúxussalur sem mun bjóða upp á það allra besta sem völ er á þegar kemur að hljóð- og myndgæðum. Salurinn kemur til með að rúma 70 manns. Sætin verða fyrsta flokks með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér og einnig mun salurinn luma á nýjung hér á landi þegar kemur að bíóupplifun en fremst í salnum verða legusæti þar sem virkilega er hægt að láta fara vel um sig líkt og í sófanum heima. Aftast í salnum verður svo að finna sérstök parasæti eða „private panel“ þar sem pör geta legið þétt saman og notið sýningarinnar.

Lúxussalurinn er ekki alveg tilbúinn en framkvæmdirnar eru á lokametrunum og verður salurinn vígður með pompi og prakt í janúar.

Ekki skyggir það á að núna í desember verður Avatar: The Way of Water komin í sýningu og síðar í jólamánuðinum eru væntanlegar í sýningu myndirnar "I Wanna Dance With Somebody" sem fjallar um ævi og störf stórsöngkonunnar Whitney Houston og teiknimyndin um Stígvélaðaköttinn "Puss in Boots: The Last Dance"

Strax í janúar á nýju ári eru nokkrar stórmyndir væntanlegar en það eru "Babylon" með Brad Pitt og Margot Robbie í aðalhlutverkum og tvær íslenskar myndir "Napóleonskjölin" og "Villibráð." Ekki má gleyma Metropolitan óperunni sem snýr aftur í Sambíóin Kringluna eftir hart nærri tveggja ára hlé.

Það má því með sanni segja að það sé nóg um að vera í Sambíóunum Kringlunni og og óskum við Kringlunni og Sambíóunum innilega til hamingju með vel heppnaðar endurbætur á bíóinu. 

Fleiri fréttir

Fyrsta Gina Tricot verslunin á Íslandi hefur opnað í Kringlunni
Gina Tricot hefur opnað í Kringlunni

Gina Tricot hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Kringlan tilnefnd til virtra breskra verðlauna

Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til Revo´s verðlauna fyrir vel heppnaðar framkvæmdir.

Partyland hefur opnað í Holtagörðum
Partyland hefur opnað í Holtagörðum

Nýja Partyland verslunin er sú stærsta í Evrópu. Í partyland fæst allt fyrir veisluna eða partýið.