Til baka

Reitir selja eignir og byggingarheimildir á Orkureit

19 október 2021

Reitir hafa gert samkomulag um sölu á nýbyggingarheimildum á svokölluðum Orkureit. Orkureiturinn og gamla Rafmagnsveituhúsið, hið s.s. Orkuhús, hafa verið mikið í fjölmðilum í tengslum við faraldurinn. Reitir veittu Íslenskum yfirvöldum húsið til láns og lögðu þannig sitt á vogarskálarnar í baráttunni.

Orkureitur séður frá Suðurlandsbraut

Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu á svokölluðum Orkureit fyrir 3.830 m.kr. Um er að ræða fasteignina Ármúli 31 ásamt öllum nýbyggingarheimildum á lóðinni í heild í tengslum við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Reykjavíkurborg. Tekið skal fram að kaupin ná ekki til fasteignarinnar að Suðurlandsbraut 34, þ.e.a.s. gamla Rafmagnsveituhússins.

Kaupverðið er greitt með peningum við undirritun kaupsamnings. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á hinu selda og gildistöku deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta ársfjórðungi 2022.

Með samkomulaginu skuldbinda Reitir sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetrum af atvinnuhúsnæði sem byggt verður á lóðinni.

Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni mun rekstrarhagnaður félagsins lækka um 70 m.kr. á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 m.kr.

Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni. Tillagan gerir ráð fyrir að lágreist hús sem standa við Ármúla víki fyrir 3-8 hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni. Að hámarki verða 436 íbúðir á reitnum ásamt um 4-6 þúsund fermetrum atvinnuhúsnæði. Hámarksbyggingarmagn skv. nýju deiliskipulagi er rúmlega 44 þúsund fermetrar.

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.