Til baka

ORG opnar nýja verslun í Kringlunni

6 ágúst 2021

Verslunin ORG er flutt á 2. hæð í Kringlunni. ORG er lífstílsverslun sem leggur áherslu á vörur sem framleiddar hafa verið af virðingu við náttúru og fólk, með sjálfbærni og siðferðisleg sjónarmið að leiðarljósi.

Verslunin ORG var áður stödd á þriðju hæðinni en þar hefjast senn framkvæmdir sem miða að því að en sá hluti verði nýr áfangastaður með nýjum afþreyingar- og veitingamöguleikum bæði á daginn og kvöldin. 

Í ORG má m.a. finna föt, skó, ilmvötn, töskur og veski, á meðal merkja sem eru í boði eru Kowtow frá Nýja Sjálandi, Armedangels og Langerchen frá Þýskalandi, Thinking Mu og Cus frá Spáni, LVR og Yogamii hreyfingafatnað. Þá er einnig boðið upp á skó frá Gola, Veja, Toms, Woden og Blundstone.

Reitir óska versluninni ORG til hamingju með nýju verslunina.

Fleiri fréttir

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits.

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.