Til baka

Kringlan tilnefnd til Árunnar 2023

Herferð Kringlunnar fyrir rafræn gjafakort er tilnefnd til markaðsverðlauna Árunnar.

Kringlan er tilnefnd til markaðsverðlauna Árunnar á vegum Ímark. Við erum svo stolt af rafrænu gjafakortunum okkar! Herferð Kringlunnar var unnin í samstarfi við Kontor auglýsingastofu og snéri að nýjung; rafræn gjafakort sem tóku gildi í október 2023.

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt rafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Þessi nýja tæknilausn frá fyrirtækinu Leikbreyti gerir viðskiptavinum mögulegt að vera með gjafakortið í veskinu í símanum sínum og því alltaf með kortið á sér. Rafræn gjafakort er umhverfisvæn lausn þar sem ekki þarf plastkort og umbúðir líkt og áður.

Fimm auglýsingaherferðir eru tilnefndar til markaðsverðlaunanna Árunnar. Verðlaunin eru veitt árangursríkustu auglýsingaherferð ársins á ÍMARK deginum föstudaginn 1. mars nk.

Fleiri fréttir

Rammasamningur um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila og verksamningur um uppbyggingu þess fyrsta

Reitir fasteignafélag og fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir hafa undirritað rammasamning um uppbyggingu fimm hjúkrunarheimila með samtals um 400-600 rýmum á næstu árum. Samhliða var undirritaður verksamningur um uppbyggingu fyrsta hjúkrunarheimilisins.

Við leitum að liðsauka

Við höfum sett stefnu um kraftmikinn vöxt og þurfum liðsauka til að ná markmiðum okkar.

Hreinsun Kringlunnar gengur vel. Opnun á fimmtudag.

Kringlan opnar á fimmtudaginn. Hreinsun eftir brunann gengur vel.