Til baka

Kringlan í fyrsta sæti

Kringlan er í fyrsta sæti hjá viðskiptavinum samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar.

Ánægja viðskiptavina Kringlunnar mældist hæst í flokki verslunarmiðstöðva, en föstudaginn 19. janúar voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2023. Starfsfólk Kringlunnar er af öllu hjarta þakklát viðskiptavinum og er þessi viðurkenning mikil hvatning til að gera enn betur.

Kringlan hefur átt fastan sess í lífi margra í áratugi og ávallt er kappkostað að gestir upplifi hlýju, öryggi og góða þjónustu. Nýjungar í þjónustuframboði og úrvali verslana hafa fallið vel í kramið. Sem dæmi má nefna ríflega ársgamla mathöll, Kúmen, sem hefur verið virkilega vel tekið. Nýr lúxus kvikmyndasalur í hæsta gæðaflokki, Ásberg, veitir sérlega góða upplifun í gæðum og notalegu umhverfi.

Stafræn þjónusta eykst ár frá ári í takti við þarfir viðskiptavina. Í dag geta viðskiptavinir undirbúið Kringluferð á kringlan.is en þar má finna vöruúrval frá flestum verslunum hússins. Nýlega opnaði kringlan.is netverslun og er nú hægt að versla í eina körfu frá 33 verslunum og sífellt bætist við. Það er umhverfisvænt þar sem kaup frá fleiri verslunum eru heimsendar eða send í póstbox í einni sendingu. 

Sala á rafrænum gjafakortum hófst í október 2023 og plastkort munu brátt heyra sögunni til. Spennandi nýjungar munu líta dagsins ljós á árinu 2024. Við hlökkum sannarlega til að njóta áfram með öllum okkar góðu viðskiptavinum. Samstarfsaðilar í Kringlunni fá kærar þakkir, að eiga ánægðari viðskiptavini er sameiginlegt markmið okkar á hverjum degi.

Fleiri fréttir

Árs- og sjálfbærniskýrsla fyrir 2023 er komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita vegna ársins 2023 er komin út

Guðni Aðalsteinsson
Guðni Aðalsteinsson ráðinn forstjóri Reita

Guðni tekur við starfinu þann 1. apríl n.k. af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Auglýst eftir nýjum forstjóra Reita.

Reitir leita að framsýnum og árangursmiðuðum forstjóra til að leiða Reiti áfram í vexti og velgengni.