Til baka

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

31 október 2024

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð

Creditinfo kynnti í gær sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki í Hörpu. Reitir voru í 6. sæti á lista stórra fyrirtækja. Einungis um 2,5% fyrirtækja á Íslandi stóðust ströng skilyrði Creditinfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki í ár.

Listi Creditinfo er byggður á fjárhagslegu styrk- og stöðugleikamati á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrðin og teljast þau framúrskarandi að mati Creditinfo. 

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin m.a. að vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og ársniðurstöðu þrjú undanfarin rekstrarár auk þess að uppfylla skilyrði um eignir og eiginfjárhlutfall.

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.