Til baka

Staða framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita auglýst

28 október 2022

Reitir leita að öflugum stjórnanda til að leiða eignaumsýslusvið félagsins.

Sóst er eftir leiðtoga til að sjá um daglegan rekstur á sviðinu, leiða vinnu við samninga- og áætlanagerð ásamt eftirfylgni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum við fasteignir félagsins, hvort sem þær eru vegna viðhalds, endurbóta eða sameiginlegs reksturs leigutaka Reita. Framkvæmdastjóri situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.

Sótt er um stafið á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Atli Magnússon hlynur@hagvangur.is og Þórdís Arnarsdóttir thordis@hagvangur.is.

Starfið er auglýst í kjölfar þess að fráfarandi framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs óskaði eftir að láta af störfum hjá félaginu og mun hann hverfa til annarra starfa þann 1. janúar nk. Andra eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti undanfarin 12 ár og er honum óskað alls hins besta á nýjum vettvangi.

Fleiri fréttir

Reitir auglýsa eftir yfirlögfræðingi

Reitir leita að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í starf yfirlögfræðings og regluvarðar.

Reitir og Háskólinn í Reykjavík hefja þriggja ára samstarf og efna til hugmyndasamkeppni

Reitir og Háskólinn í Reykjavík (HR) hefja þriggja ára samstarf og munu efna til árlegrar hugmyndasamkeppni fyrir nemendur þar sem nýsköpun, sköpunargleði og hugvit fá frjálsan taum.

Nýtt hjúkrunarheimili verður opnað við Nauthólsveg

Nýtt og glæsilegt 87 rýma hjúkrunarheimili opnar innan tíðar við Nauthólsveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið verður í byggingu sem áður hýsti skrifstofur Icelandair við Nauthólsveg 50 og verður ráðist í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og því umbreytt til þess að sinna nýju hlutverki.