Til baka

Reitir og Þarfaþing undirrita samning um byggingu Kringlureits

26 september 2025

Reitir fasteignafélag hf. og Þarfaþing hf. hafa skrifað samning um alverktöku vegna byggingar Kringlureits. Þarfaþing mun annast hönnun og byggingu á fullbúnu íbúðarhúsnæði og bílageymslu á þessu nýja borgarhverfi í hjarta Reykjavíkur. Samningurinn nær til uppbyggingar á 170 íbúðum í fyrsta áfanga verkefnisins en heildarfjöldi íbúða verður um 420.

Hin nýja íbúðabyggð við Kringluna byggir á metnaðarfullu skipulagi og samræmdum skilmálum innan hverfisins. Lögð verður áhersla á umhverfisvæna byggð og er skipulag hverfisins unnið samkvæmt BREEAM Communities-sjálfbærnistaðlinum. Góðar samgöngur þar sem akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði og fjölbreytt þjónusta mun einkenna hverfið.

Frá vinstri til hægri, aftanverð röð: Unnur Erla Jónsdóttir, Aníta Auðunsdóttir, Arnar Skjaldarson, Birgir Þór Birgisson, Ævar Sveinn Sveinsson, Sólveig Sigurþórsdóttir.

Fremri röð: Guðni Aðalsteinsson, Eggert Jónsson

Hönnun verkefnisins er innblásin af gömlu Reykjavík og leitast verður við að skapa metnaðarfullar og glæsilegar byggingar sem njóta sín í fallegu umhverfi, og hámarka notagildi íbúða til að nýta útsýni, birtu og staðsetningu til fullnustu.

Samningsfjárhæð vegna verksins nemur rúmum 10 milljörðum króna og áætlaður framkvæmdatími er fjögur ár.

Fleiri fréttir

Blóðbankinn opnar í Kringlunni

Blóðbankinn hefur nú opnað í Kringlunni, stærstu verslunarmiðstöð Íslands. Ný staðsetning eykur enn frekar aðgengi almennings að blóðgjöf sem er ómissandi liður í heilbrigðisþjónustunni.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

Reitir flytja tímabundið í Kringluna 7 í sumar

Í sumar er skrifstofa Reita tímabundið staðsett í Kringlunni 7, á 7. hæð.