Til baka

Ný vaxtarstefna Reita

15 maí 2024

Ný stefna hefur í för með sér aukinn vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum og ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum.

Ný stefna Reita leggur ríkari áherslu á þróunarverkefni með sjálfbærni í forgrunni og fjárfestingu í fjölbreyttari eignaflokkum þar sem sérstaklega verður horft til samfélagslegra innviða og eignaflokka þar sem þörfin er brýn.

 

Stefnt er að því að auka virði heildareigna í 300 milljarða innan fimm ára en alls hafa verið sett fram átta mælanleg markmið sem styðja við stefnuna og falla að áherslu á drifkraft og þekkingu, sjálfbærni, framúrskarandi rekstur, vöxt og arðsemi.

 

„Ný stefna Reita mun leiða okkur áfram á þeirri vegferð að auka vöxt með meiri áherslu á fasteignaþróun og fjárfestingu í nýjum eignarflokkum. Við viljum vera leiðandi afl í samfélaginu þegar kemur að uppbyggingu margvíslegra innviða. Fasteignir eru mikilvægur hluti af innviðum í samfélaginu og það er gríðarlega spennandi uppbyggingar- og umbreytingarskeið í gangi á höfuðborgarsvæðinu og í raun um allt land. Við ætlum að sækja þau miklu tækifæri sem það býður okkur og auka til muna slagkraft fyrirtækisins í nýsköpun og frjórri hugsun í verkefnum sem leika mikilvæg hlutverk í gangverki samfélagsins. Grunnurinn er auðvitað sú mikla reynsla og sterka staða sem Reitir hafa.“  segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.

Nánar er fjallað um stefnuna í kynningu sem gefin var út í tengslum við uppfjör fyrsta ársfjórðungs.

Fleiri fréttir

Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar

Reitir eru í 3. sæti meðal 1.720 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.