Til baka

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í 10 ár

22 ágúst 2025

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árlega síðan 2015 og markar þetta því 10. árið í röð sem félagið hlýtur þessa viðurkenningu.

Viðurkenningin sem veitt er af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland er mikilvægt framtak í eftirfylgni með stjórnarháttum fyrirtækja og stuðlar að uppbyggilegum umræðum og þróun í þeim efnum. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, var viðstaddur við glæsilega afhöfn þann 22. ágúst 2025 ásamt Láru Hilmarsdóttur, samskiptastjóra félagsins, til þess að taka á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins.

Árangur félagsins að hafa hlotið þessa viðurkenningu samfleytt í áratug er til marks um áherslu Reita á vanaða og faglega stjórnarhætti.

Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarinnar.

Fleiri fréttir

Reitir eru framúrskarandi og til fyrirmyndar

Reitir eru í 3. sæti meðal 1.720 fyrirtækja sem eru til fyrirmyndar samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Deiliskipulag fyrir Kringlureit samþykkt af borgarráði

Tillaga Reita um að byggja 420 íbúðir í mannvænu og lifandi umhverfi getur orðið að veruleika.

Torgið hugmyndasamkeppni haldin í fyrsta skipti

Fjórtán lið skipuð nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í Torginu, hugmyndasamkeppni Reita og HR, sem haldin var í fyrsta skipti dagana 8.-11. október.