Til baka

Guðni Aðalsteinsson ráðinn forstjóri Reita

Guðni tekur við starfinu þann 1. apríl n.k. af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Guðni Aðalsteinsson

Stjórn Reita fasteignafélags hf. staðfesti á fundi sínum í dag ráðningu  Guðna Aðalsteinssonar í starf forstjóra félagsins.  Guðni tekur við starfinu þann 1. apríl n.k. af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Guðni er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge.  Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf.

Guðni hefur víðtæka reynslu af rekstri  og stjórnunarstörfum.  Hann kemur til Reita frá Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, þar sem hann gengdi stöðu forstjóra og þar áður stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans. Hann hefur á ferli sínum gegnt fjölþættum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar.

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri:

"Það er eru forréttindi að vera valinn til að leiða hóp framúrskarandi starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan er. Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf".

Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður:
"Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi.  Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum".

Fleiri fréttir

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2024. Níunda árið í röð
Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 9. árið í röð

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.

Tónahvarf 3
Reitir fjárfesta fyrir 1,7 ma.kr. í Hvörfunum Kópavogi

Reitir hafa undirritað samkomulag um kaup félagsins á fasteignum í atvinnuhúsnæði að Tónahvarfi 3 í Kópavogi.

Reitir fjárfesta fyrir 2,3 ma.kr. á Kársnesi

Um er að ræða samtals um 5.300 fm iðnaðarhúsnæði við Vesturvör og verslunarrými við Hafnarbraut.