Árangur af rekstri Reita fasteignafélags hf. (Reita) felst í fleiru en góðri fjárhagslegri afkomu. Velgengni félagsins til lengri tíma ræðst einnig af því hvernig til tekst að glæða grunngildi félagsins; jákvæðni, fagmennsku og samvinnu, lífi í daglegri starfsemi þess og hvernig stjórnendur og starfsfólk axla samfélagslega ábyrgð með siðferðilega ábyrgri, gegnsærri og jákvæðri háttsemi í störfum sínum.
Samfélagsleg ábyrgð Reita felur meðal annars í sér að félagið:
Áhersla á samfélagslega ábyrgð er til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor um leið og stuðlað er að betra og ábyrgara samfélagi.
Reitir leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og ábyrgð í samfélagsmálum, og að vera eftirsóttur vinnustaður og öruggur fjárfestingarkostur.
Grunngildi félagsins, ásamt öðrum þeim reglum og stefnum sem félagið hefur sett sér, slá ramma um störf og framgöngu stjórnar Reita og starfsfólks. Taka ber mið af þeim við alla ákvarðanatöku og í samskiptum við samstarfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.
Reitir horfa til hinna 17 Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við setningu stefna sem félagið starfar eftir. Þannig leitast félagið við að leggja sitt af mörkum til að Heimsmarkmiðunum verði náð. Reitir leggja sérstaka áherslu á Heimsmarkmið nr. 8 Góð atvinna og hagvöxtur, nr. 11 Sjálfbærar borgir og samfélög og nr. 12 Ábyrg neysla og framleiðsla og gera grein fyrir hvernig gengur að fylgja markmiðunum eftir í samfélagsskýrslu sinni.
Stefna Reita varðandi samfélagslega ábyrgð nær til allrar starfsemi félagsins, svo sem reksturs skrifstofu félagsins, reksturs, viðhalds og framkvæmda í fasteignum félagsins og til þróunarverkefna þess. Starfsfólk og stjórn skal kynna sér stefnuna og virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið, auk þess að leita leiða til umbóta í umhverfis- og samfélagsmálum.
Stefna Reita varðandi samfélagslega ábyrgð skiptist í eftirfarandi þætti:
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Umhverfisstefna Reita er sett fram til að leggja áherslu á umhverfismál í rekstri félagsins. Reitir skuldbinda sig til að draga úr umhverfisáhrifum félagsins í takt við markmið stefnunnar.
a. Endurvinnsla og úrgangur
Það er stefna Reita að til verði sem minnstur úrgangur í starfsemi félagsins, með skynsömum innkaupum og fræðslu til starfsfólks. Allur úrgangur frá skrifstofu félagsins er flokkaður með það að markmiði að stærstur hluti fari í endurvinnslu og sem minnst fari í almennt sorp.
Árlega er áætlað hve mikill úrgangur muni falla til við framkvæmdir á vegum félagsins og reynt að finna tækifæri til endurnýtingar.
Markmið: Fyrir árið 2022 verður haldið utan um magn og meðhöndlun úrgangs í öllum stærri framkvæmdum. Flokkunarhlutfall fyrir hverja framkvæmd verði að minnsta kosti 90% fyrir árið 2025.
b. Orkunotkun og orkustýring
Í öllum framkvæmdum á vegum Reita er hugað að orkusparandi aðgerðum. Þetta á t.d. við um framkvæmdir við loftræsikerfi, ljósabúnað og hitakerfi. Mælar til sundurliðunar á rafmagns- og heitavatnsnotkun fasteigna verði settir upp samhliða stærri framkvæmdum.
Markmið: Rafmagnsnotkun og heitavatnsnotkun verði mæld og vöktuð í öllum fasteignum félagsins fyrir árið 2025.
c. Vatnsnotkun
Stefna Reita er að nýta vatn á sjálfbæran hátt. Þetta felur m.a. í sér að koma upp vatnssparandi tækjum við endurnýjun, fyrirbyggja að sóun verði vegna vatnsnotkunar í loftkælikerfum og fylgjast með vatnsnotkun í öllum stærri fasteignum. Stuðlað er að endurnýtingu og endurheimt vatns, m.a. með því að nota regnvatn til vökvunar á gróðri, þar sem tækifæri gefast við endurbætur og framkvæmdir.
Markmið: Vatnsnotkun verði mæld og vöktuð í öllum fasteignum félagsins fyrir árið 2025.
d. Samgöngur og ferðamátar
Reitir leggja sitt af mörkum við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og til að styðja við vistvæna ferðamáta, m.a. með því að nota rafbíla í starfsemi sinni og að bæta aðstöðu fyrir starfsfólk sem velur að nota virka ferðamáta til og frá vinnu. Starfsfólki gefst kostur á að vinna heima að hluta, sem dregur úr samgönguþörf.
Áður en keyptur er flugmiði fyrir vinnuferðir, innanlands sem utan, er metið hvort hægt sé að leysa verkefnið með fjarfundi. Þetta er gert í því skyni að draga úr flugferðum þegar mögulegt er. Þær flugferðir sem farnar eru verði kolefnisjafnaðar.
Í þróunarverkefnum og stórum umbótaverkefnum er hugað að góðri aðstöðu fyrir vistvæna ferðamáta, svo sem tengingu við göngu- og hjólastíga og almenningssamgöngur og metin þörf fyrir hjólageymslur, deilifarartæki og rafhleðslustöðvar.
Markmið: Allir bílar í eigu og umsjón félagsins munu ganga fyrir sjálfbærum orkugjöfum.
e. Aðkeypt vara og þjónusta
Reitir nota umhverfisvottaðar rekstrarvörur á skrifstofu félagsins og hvetja leigutaka til að gera slíkt hið sama, t.d. með grænum leigusamningum. Valdar eru vörur í umbúðum sem hægt er að endurvinna og sem búa til sem minnstan úrgang.
Vistvæn byggingarefni verði fyrir valinu í verkefnum Reita þar sem kostur er. Lögð er áhersla á að nota efni sem hlotið hefur vottun, umhverfisyfirlýsingu eða er framleitt í heimabyggð og forðast efni sem geta losað eiturefni eða eru ósjálfbær í framleiðslu. Eins skal líta til kolefnisspors byggingaefna og velja byggingaefni með lægra kolefnisspor fram yfir annað.
Reitir horfa til hringrásarhagkerfis í kaupum á vörum og þjónustu, með vali á endurnýttum efnum þar sem tækifæri gefast, eða efnum sem hafa langan endingartíma og hægt er að endurnýta eða auðvelt er að endurvinna.
Markmið: Skriflegir verksamningar í framkvæmdaverkefnum á vegum Reita innihaldi ákvæði sem gera kröfu á verktaka um að velja umhverfisvottað byggingaefni umfram annað.
f. Þróunarverkefni og stærri framkvæmdaverkefni
Við þróun fasteigna og uppbyggingu nýrra svæða leggja Reitir áherslu á sjálfbærni við skipulag og hönnun. Lögð er áhersla á að taka þátt í að þétta byggð, styðja við nýjar samgönguleiðir með sjálfbærni og umhverfisáhrif í huga og að fasteignirnar séu hannaðar þannig að auki við lífsgæði þeirra sem nýta þær.
Í þróunarverkefnum er hugað að sjálfbærri nýtingu orku og vatns og horft til nýsköpunar og tæknilausna. Hugað er að aðstöðu sem styður við vistvænar samgöngur og flokkun og endurvinnslu, allt eftir gerð og þörfum hvers svæðis eða fasteignar. Í þróunarverkum og við stærri endurbætur lóða skal meta þörf fyrir blágrænar ofanvatnslausnir og stuðla að notkun vistfræðilega viðeigandi gróðurs á lóðum.
Við byggingarframkvæmdir á vegum Reita er kappkostað að áhrif af starfseminni valdi sem minnstri röskun á vistkerfinu, s.s. vegna flutnings búnaðar, umróts jarðefna og losunar efna.
Markmið: Að halda áfram að votta hluta þróunar- og endurbótaverka eða nýta viðmið vistvottunarkerfa í verkefnunum.
g. Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga
Á sama tíma og Reitir leggja sig fram við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að vega á móti áhrifum loftslagsbreytinga þarf félagið einnig að aðlaga sig að þeim áhrifum sem eru fyrirséð. Tryggja þarf viðnámsþrótt eignasafnsins gagnvart loftslagsbreytingum.
Markmið: Áhrif loftslagsbreytinga á allar fasteignir félagsins verði metnar, unnið áhættumat og gerðar tillögur að aðgerðum til að auka viðnámsþrótt fasteignanna þar sem þörf er á.
h. Kolefnislosun og kolefnisjöfnun
Reitir meta kolefnislosun frá starfsemi sinni og birta opinberlega á hverju ári. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er eitt mikilvægasta framlag félagsins til að vinna gegn áhrifum loftslagsbreytinga.
Markmið: Reitir stefna á að draga úr kolefnislosun um að jafnaði 5% á ári og kolefnisjafna umfang 1 og 2, auk flugferða frá og með árinu 2020. Reitir stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
A. Réttindi starfsfólks Reita
B. Mannréttindi annarra hagaðila
![]() ![]() ![]() |
Reitir fara í öllu að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda, og skuldbinda sig til að fylgja almennum viðmiðum um viðskiptasiðferði ásamt eigin reglum sem og að fylgja góðum stjórnarháttum.
Reitir vinna gegn hvers kyns spillingu þar sem því er viðkomið í tengslum við starfsemi félagsins, þar með talið kúgun, mútum og ólöglegri atvinnustarfsemi.
A. Starfsfólk Reita
Meðferð trúnaðarupplýsinga
Siðferðileg vafamál – vernd uppljóstrara
B. Siðareglur birgja (e. Suppliers Code of Conduct)
![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Sem ábyrgur samfélagsþegn leggja Reitir samfélagsverkefnum lið. Aðstoðin snýr að félagasamtökum og félögum sem starfa í takti við stefnu félagsins varðandi samfélagslega ábyrgð.
Félagið leggur áherslu á samstarf og samvinnu í umhverfismálum og félagslegum þáttum og leitast við að deila reynslu sinni af umbótum með það að markmiði að efla þekkingu, áhuga og getu allra markaðsaðila. Sem dæmi má nefna samvinnu um verkefni til að draga úr kolefnisspori bygginga.
![]() ![]() |
Á hverju ári skal gefin út samfélagsskýrsla sem endurspeglar hvernig félaginu hefur tekist að framfylgja stefnu þessari og kröfum markaðarins varðandi samfélagslega ábyrgð. Skýrslan verði birt opinberlega á vefsíðu félagsins.
![]() ![]() |
Framangreinda stefnu félagsins varðandi samfélagslega ábyrgð skal kynna vandlega fyrir stjórn, stjórnendum og öllu starfsfólki félagsins og heimfæra upp á dagleg störf hvers og eins. Stefnan skal jafnframt vera aðgengileg á vefsvæði félagsins.
Stjórn félagsins skal fjalla um samfélagslega ábyrgð félagsins á að minnsta kosti 12 mánaða fresti og hafa eftirlit með því að stefna félagsins sé framkvæmd með virkum hætti. Stjórn og stjórnendur fjalla sérstaklega, með reglubundnum hætti, um umhverfismál og sjálfbæra þróun félagsins þar sem farið er yfir stöðu, mælikvarða, setningu markmiða, eftirlit og helstu áhættuþætti. Stjórn og framkvæmdastjórn skal einnig hafa reglulegt eftirlit með loftslagstengdri áhættu.
Eftir hverja uppfærslu á stefnu þessari skal hún kynnt fyrir öllu starfsfólki félagsins og fengin staðfesting þeirra á að hafa kynnt sér stefnuna og innihald hennar ásamt staðfestingu á fyrirhugaðri framfylgd hennar.
Ábyrgðarmaður stefnunnar er forstjóri félagsins.
Þannig samþykkt á stjórnarfundi Reita 14. febrúar 2022.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með stefnu Reita um samfélagslega ábyrgð einsetjum við okkur að stíga afgerandi skref til sjálfbærrar framtíðar innan þeirra málaflokka sem snúa að okkar starfsemi.
1. Engin fátækt Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar | |
|
Með því að leitast við að tryggja réttindi á vinnumarkaði, hjá félaginu sjálfu, viðskiptavinum þess og verktökum sem vinna fyrir Reiti, viljum við draga úr fátækt. Með stuðningi við Unicef og UN Women beitum við okkur gegn fátækt á heimsvísu.
|
2. Ekkert hungur Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði | |
|
Með áherslu á umhverfismál stuðlum við að auðveldari og heilnæmari ræktun matvæla. Með stuðningi við UNICEF tökum við þátt í að draga úr hungri barna víðsvegar um heiminn. |
3. Heilsa og vellíðan Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar | |
|
Með stefnu sinni í umhverfismálum, aukinni áherslu á sjálfbærni, lífsgæði og heilsu við hönnun og uppbyggingu mannvirkja, ásamt stuðningi við heilsubætandi líferni starfsmanna og beinum fjárstuðningi við íþróttafélög leggja Reitir sitt af mörkum við að ná þessu markmiði. |
4. Menntun fyrir alla Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi | |
|
Reitir styðja Heimili og skóla, landssamtök foreldra, með hagkvæmu húsnæði og stuðla þannig að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga hér á landi. Unicef og UN Women vinna að þessum markmiðum á erlendri grundu. Starfsfólk Reita er hvatt til endurmenntunar og býður félagið reglulega upp á að sótt séu námskeið auk þess sem fræðsla er fengin fyrir alla starfsmenn um hin ýmsu málefni. |
5. Jafnrétti kynjanna Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt | |
|
Reitir leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna í stefnu sinni og hafa bæði kyn jöfn tækifæri innan Reita. Með stuðningi við UN Women stuðla Reitir að jafnrétti kynjanna á breiðari vettvangi. |
6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða Tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu | |
|
Með stefnu sinni í umhverfismálum hvað varðar mengun, flokkun úrgangs, endurvinnslu og áherslur við hönnun og uppbyggingu fasteigna vilja Reitir draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið og þar með á grunnvatn. |
7. Sjálfbær orka Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði | |
|
Með stefnu sinni í umhverfismálum og áherslum sem lúta að orkunýtingu við hönnun og uppbyggingu mannvirkja leggja Reitir sitt af mörkum við að ná þessu markmiði. Reitir hafa notað rafmagnsbíla í sinni starfsemi til margra ára. |
8. Góð atvinna og hagvöxtur Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla | |
|
Reitir leggja áherslu á jöfn laun og jafnan rétt einstaklinga til atvinnu í stefnu sinni auk þess sem lögð er áhersla á að mannréttindi séu virt, svo sem réttindi á vinnumarkaði, réttur til félagafrelsis og góðs aðbúnaðar, og nær sú krafa til viðskiptavina félagsins og verktaka sem sinna verklegum framkvæmdum á vegum þess. Síðan 2011 hafa Reitir stutt rausnarlega við Specialisterne, samtök sem hafa náð góðum árangri í að auka atvinnuþátttöku einstaklinga einhverfurófi. Þannig stuðlum við að auknu hlutfalli ungmenna sem stunda nám eða vinnu. |
9. Nýsköpun og uppbygging Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun | |
|
Með virkri aðild að Grænni byggð - Green Building Council Iceland, vilja Reitir stuðla að sjálfbærri nýsköpun innan bygginga- og skipulagsgeirans og við rekstur borga og mannvirkja. Þannig tökum við virkan þátt í þekkingarmiðlun og hefjum upp sjálfbæra nýsköpun innan okkar starfssviðs. |
10. Aukinn jöfnuður Draga úr ójöfnuði í heiminum | |
![]() |
Reitir leggja áherslu á að réttindi starfsfólks séu tryggð í húsnæði Reita, hvort sem um ræðir starfsfólk leigutaka eða starfsfólk á vegum verktaka sem sinna verklegum framkvæmdum á vegum Reita. Með því að gera þessa kröfu stuðlum við að því að fólk í viðkvæmri stöðu njóti mannsæmandi kjara. |
11. Sjálfbærar borgir og samfélög Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg | |
|
Með ábyrgu samvali leigutaka á starfssvæðum Reita vill félagið stuðla að bættu borgarumhverfi og minni þörf fyrir mengandi samgöngur. Leitast er við að auka kolefnisjafnandi gróður við bílastæði og á öðrum óbyggðum svæðum í samráði við leigutaka. Með þátttöku í samtökunum Grænni byggð styðja Reitir faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar auk þess að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um málefnið. Reitir eru aðilar að Nordic Built, sáttmála á vegum Norræna ráðherraráðsins ætlað að flýta sjálfbærri þróun í byggingariðnaði. |
12. Ábyrg neysla og framleiðsla Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur | |
|
Með þeim viðmiðum sem sett eru fram í stefnu Reita hvað varðar umhverfismál vilja Reitir m.a. leggja áherslu á ábyrga neyslu og framleiðslu. Reitir bauð fyrst íslenskra fasteignafélaga upp á græna leigusamninga á árinu 2013, í slíkum samningum eru leigutakar m.a. hvattir til að velja umhverfisvottaðar rekstrarvörur og velja umhverfisvænni kosti þegar kemur að rekstri húsnæðis auk þess að skrá orku- og vatnsnotkun og leitast við að draga úr sóun. |
13. Aðgerðir í loftslagsmálum Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra | |
|
Reitir voru á meðal stofnaðila að Votlendissjóðnum, sem vinnur að endurheimt votlendis með það að markmiði að binda aftur í votlendi kolefni sem var leyst úr læðingi með framræsingu slíks lands. Í grænum leigusamningum er áhersla lögð á notkun umhverfisvottaðra byggingarefna og rekstrarvara. Annað skref var tekið árið 2015 þegar bensínbílum var skipt út fyrir rafmagnsbíla í starfsemi félagsins. |
14. Líf í vatni Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt | |
|
Ákvæði um umhverfismál í stefnu Reita lúta að því að auka hlutfall endurvinnslu og sorpflokkunar. Markmið þess er m.a. að draga úr rusli sem berst í sjó. Kringlan innleiddi ítarlega sorpflokkun fyrir nokkrum árum og náði þar miklum árangri með rekstraraðilum. Grænir leigusamningar leggja einnig áherslu á slíkt hjá leigutökum. Allt sorp er flokkað á skrifstofu Reita. |
15. Líf á landi Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórn skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni | |
|
Votlendi myndar mikilvæg búsvæði fjölda fugla og annarra lífvera á landi. Með stuðningi við Votlendissjóðin og endurheimt votlendis er búsetusvæði endurskapað fyrir dýralíf sem hefur á undanförnum árum og áratugum misst sitt búsvæði hérlendis. |
16. Friður og réttlæti Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum | |
|
Í stefnu Reita er lögð rík áhersla á að mannréttindi séu virt af öllum hagaðilum. Kúgun, spilling og mismunum líðst ekki, og virtur er réttur til félagafrelsis, réttindi á vinnumarkaði og kröfur til góðs aðbúnaðar. Reitir hafa sett stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi. |
17. Samvinna um heimsmarkmiðin Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða | |
|
Reitir lýsa yfir vilja til að styðja við þau samstarfsverkefni sem kunna að verða komið á milli opinbera geirans og einkaaðila og lúta að heimsmarkmiðunum, að því marki sem samrýmist starfsemi félagsins. Reitir eru aðilar að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. |
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is