Stefna varðandi samfélagslega ábyrgð


Árangur af rekstri Reita fasteignafélags hf. (Reita) felst í fleiru en góðri fjárhagslegri afkomu og hvernig tekst að mæta þörfum og óskum markaðarins. Velgengni félagsins til lengri tíma ræðst einnig af því hvernig til tekst að glæða grunngildi félagsins, jákvæðni, fagmennsku og samvinnu, lífi í daglegri starfsemi þess og hvernig stjórnendur og starfsfólk axla samfélagslega ábyrgð með siðferðilega ábyrgri, gegnsærri og jákvæðri háttsemi í störfum sínum. Við mat á því hvernig til tekst er horft framhjá hefðbundnum mælikvörðum hagfræðinnar, en þess í stað litið til þátta á borð við heiðarleika, lífsgæða, umhverfisvitundar og jafnra tækifæra til velgengni.

Samfélagsleg ábyrgð Reita felur meðal annars í sér að félagið:

 • stuðlar að sjálfbærri þróun, þar með talið heilbrigði og velferð samfélagsins
 • virðir gildandi lög og reglur og samræmir starfsemi sína alþjóðlega viðtekinni háttsemi
 • miðar að gagnkvæmni með því að skapa sameiginlegt virði fyrir alla hagsmunaaðila og samfélagið í heild
 • kemur auga á, fyrirbyggir og dregur úr hugsanlegum skaðlegum áhrifum af starfsemi sinni

Öll þessi samfélagslegu viðmið eru til þess fallin að auka traust á félaginu og treysta orðspor þess.

Markmið og gildissvið

 • Markmið Reita er að vera þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og ábyrgð í samfélagsmálum, og að vera eftirsóttur vinnustaður og öruggur fjárfestingarkostur.
 • Grunngildi félagsins, ásamt öðrum þeim reglum sem félagið hefur sett sér, slá ramma um störf og framgöngu stjórnar Reita og starfsfólks. Taka ber mið af þeim við alla ákvarðanatöku og í samskiptum við samstarfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.
 • Reitir horfa einnig til hinna 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við ákvarðanatöku í starfsemi félagsins og við setningu reglna og stefna sem félagið skal starfa eftir. Þannig leitast félagið við að leggja sitt af mörkum til að heimsmarkmiðunum verði náð, þar sem því verður við komið í starfsemi félagsins.

Mannréttindi

1. Engin fátækt8. Góð atvinna og hagvöxtur
 • Reitir líta svo á að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda. Félagið skuldbindur sig til að virða almenn mannréttindi í allri starfsemi sinni.
 • Reitir virða félagafrelsi og viðurkenna rétt manna til kjarasamninga.
 • Það samræmist ekki stefnu félagsins að eiga í viðskiptum við aðila sem virða ekki almenn mannréttindi, svo sem réttindi á vinnumarkaði, rétt til félagafrelsis og góðs aðbúnaðar, eða fara ekki að lögum og reglum í starfsemi sinni.

Réttindi og skyldur starfsfólks

1. Engin fátækt5. Jafnrétti kynjanna8. Góð atvinna og hagvöxtur10. Aukinn jöfnuður16. Friður og réttlæti
 • Reitir kappkosta að skapa starfsfólki jöfn tækifæri og heilbrigt, öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi. Félagið líður ekki mismunun á grundvelli kynferðis, kynþáttar, trúar, aldurs, eða uppruna og vill í störfum sínum stuðla að því að fólk fái notið hæfileika, sér og samfélaginu til ávinnings.
 • Reitir líða ekki ógnandi tilburði, einelti eða ofbeldi af nokkru tagi svo sem svívirðingar, baktal eða áreitni af neinum toga. Hverjum einstaklingi sem telur sig hafa orðið fyrir áreitni er rétt að tilkynna atvikið til yfirmanns eða trúnaðarmanns.
 • Félagið hefur sett stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og sett sér verklag um viðbrögð við einelti, áreitni og ofbeldi sem kynnt er öllu starfsfólki og aðgengilegt því á innrivef félagsins. 

Viðskiptasiðferði og varnir gegn spillingar- og mútumálum

16. Friður og réttlæti
 • Reitir fara í öllu að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda, og skuldbinda sig til að fylgja almennum viðmiðum um viðskiptasiðferði ásamt eigin reglum sem og að fylgja góðum stjórnarháttum.
 • Reitir vinna gegn hvers kyns spillingu þar sem því er viðkomið í tengslum við starfsemi félagsins, þar með talið kúgun, mútum og ólöglegri atvinnustarfsemi.
 • Starfsfólk Reita veitir ekki undir neinum kringumstæðum ósannar eða villandi upplýsingar. Þess er gætt að varpa ekki rýrð á stöðu keppinauta félagsins heldur tryggja að allur samanburður sé sanngjarn og nákvæmur.
 • Starfsfólk Reita skal forðast að lenda í þeim aðstæðum að persónulegir eða fjárhagslegir hagsmunir þeirra geti stangast á við hagsmuni félagsins.

Meðferð trúnaðarupplýsinga

16. Friður og réttlæti
 • Hvað eina sem stjórn og starfsfólk verður áskynja um í störfum sínum fyrir Reiti um rekstur félagsins eða viðskiptavina þess og talist getur trúnaðarupplýsingar, skal meðhöndlað sem slíkt nema lög standi til annars.
 • Starfsfólki er með öllu óheimilt að nota trúnaðarupplýsingar úr starfi í eigin ábataskyni.
 • Þess er vandlega gætt að persónulegar, starfstengdar upplýsingar um starfsfólk félagsins séu ekki veittar þriðja aðila þvert á reglur félagsins.

Siðferðileg vafamál

16. Friður og réttlæti
 • Starfsfólk Reita er hvatt til þess að ræða við stjórnendur ef það telur siðferðileg vafamál koma upp tengd starfsemi félagsins. Jafnframt er lagt að starfsfólki að tilkynna stjórnendum eða stjórn um misbresti sem það verður vart við.
 • Starfsfólk skal í engu gjalda þess að beina slíkum tilkynningum í góðri trú til stjórnar eða stjórnenda.

Umhverfismál

3. Heilsa og vellíðan7. Sjálfbær orka11. Sjálfbærar borgir og samfélög13. Aðgerðir í loftlagsmálum
 • Reitir vilja hafa forystu um mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi. Jafnframt er lögð áhersla á að uppfylla í hvívetna gildandi umhverfisákvæði laga, reglna og samninga sem snerta starfsemi fyrirtækisins.
 • Stefna Reita varðandi umhverfismál tekur til allrar starfsemi félagsins, þar með talið kaupa á vörum og þjónustu. Starfsfólk, jafnt sem stjórn, á að virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið.
 • Við þróun fasteigna og uppbyggingu nýrra svæða leggja Reitir áherslu á sjálfbærni við skipulag og hönnun þeirra. Lögð er áhersla á að taka þátt í að þétta byggð, styðja við nýjar samgönguleiðir með sjálfbærni og umhverfisáhrif í huga og að fasteignirnar séu hannaðar þannig að auki við lífsgæði þeirra sem nýta þær.

Viðmið

3. Heilsa og vellíðan5. Jafnrétti kynjanna7. Sjálfbær orka11. Sjálfbærar borgir og samfélög12. Ábyrg neysla og framleiðsla13. Aðgerðir í loftlagsmálum15. Líf á landi
 • Með ábyrgu samvali leigutaka á starfssvæðum Reita vill félagið stuðla að bættu borgar-umhverfi og minni þörf fyrir mengandi samgöngur. Leitast er við að auka kolefnisjafnandi gróður við bílastæði og á öðrum óbyggðum svæðum í samráði við leigutaka.
 • Starfsfólk er hvatt til að nota vistvænan ferðamáta til og frá vinnu. Félagið leggur sitt af mörkum til að styðja við vistvænan ferðamáta, m.a. með því að nota rafbíla í starfsemi sinni.
 • Leitast skal við að velja umhverfisvottaðar rekstrarvörur, á skrifstofu félagsins og við rekstur og viðhald fjárfestingareigna. Vistvæn byggingarefni verði fyrir valinu þegar mögulegt er.
 • Dregið er markvisst úr myndun úrgangsefna. Þar sem ekki er unnt að koma í veg fyrir myndun þeirra, er þeim fargað þannig að þau spilli umhverfi sem minnst. Sorp, sem fellur til á skrifstofu félagsins, er flokkað og stefnt er að fjölgun flokkunarstöðva á lóðum þess.
 • Þegar um byggingarframkvæmdir er að ræða á vegum félagsins, skal kappkostað að áhrif af starfseminni valdi sem minnstri röskun á vistkerfinu, s.s. vegna flutnings búnaðar, umróts jarðefna og losunar efna.
 • Mannvirkjum fyrirtækisins verður við haldið þannig að þau sómi sér vel í umhverfinu og valdi sem minnstum spjöllum á því.
 • Sífellt verður unnið að úrbótum í umhverfismálum, m.a. með árvekni gagnvart ábendingum og þróun á sviði vísinda og tækni.

Góðgerðarstarf

1. Engin fátækt2. Ekkert hungur5. Jafnrétti kynjanna13. Aðgerðir í loftlagsmálum15. Líf á landi17. Samvinna um markmiðin

Sem ábyrgur samfélagsþegn leggja Reitir góðgerðarstarfsemi lið. Aðstoðin snýr að félagasamtökum og félögum sem starfa almennt í takti við stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð.

Annað
Framangreinda stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð skal kynna vandlega fyrir stjórn, stjórnendum og öllu starfsfólki félagsins og heimfæra upp á dagleg störf hvers og eins. Stefnan skal jafnframt vera aðgengileg á vefsvæði félagsins.

Stjórn félagsins skal fjalla um samfélagslega ábyrgð félagsins á að minnsta kosti 12 mánaða fresti og hafa eftirlit með því að stefna félagsins sé framkvæmd með virkum hætti. Stjórn og stjórnendur fjalla sérstaklega með reglubundnum hætti um umhverfismál þar sem farið er yfir stöðu, mælikvarða, setningu markmiða, eftirlit og helstu áhættuþætti.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Reita 17. febrúar 2020.


 

Reitir og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með stefnu Reita um samfélagslega ábyrgð einsetjum við okkur að stíga afgerandi skref til sjálfbærrar framtíðar innan þeirra málaflokka sem snúa að okkar starfsemi.

1. Engin fátækt Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar

1. Engin fátækt

Með því að leitast við að tryggja réttindi á vinnumarkaði, hjá félaginu sjálfu, viðskiptavinum þess og verktökum sem vinna fyrir Reiti, viljum við draga úr fátækt. Með stuðningi við Unicef og UN Women beitum við okkur gegn fátækt á heimsvísu.

 

2. Ekkert hungur Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði

2. Ekkert hungur

 

Með áherslu á umhverfismál stuðlum við að auðveldari og heilnæmari ræktun matvæla. Með stuðningi við UNICEF tökum við þátt í að draga úr hungri barna víðsvegar um heiminn.
3. Heilsa og vellíðan Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

3. Heilsa og vellíðan

 

Með stefnu sinni í umhverfismálum, aukinni áherslu á sjálfbærni, lífsgæði og heilsu við hönnun og uppbyggingu mannvirkja, ásamt stuðningi við heilsubætandi líferni starfsmanna og beinum fjárstuðningi við íþróttafélög leggja Reitir sitt af mörkum við að ná þessu markmiði.

4. Menntun fyrir alla Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi

4. Menntun fyrir alla

 

Reitir styðja Heimili og skóla, landssamtök foreldra, með hagkvæmu húsnæði og stuðla þannig að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga hér á landi. Unicef og UN Women vinna að þessum markmiðum á erlendri grundu. Starfsfólk Reita er hvatt til endurmenntunar og býður félagið reglulega upp á að sótt séu námskeið auk þess sem fræðsla er fengin fyrir alla starfsmenn um hin ýmsu málefni.
5. Jafnrétti kynjanna Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt

5. Jafnrétti kynjanna

 

Reitir leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna í stefnu sinni og hafa bæði kyn jöfn tækifæri innan Reita. Með stuðningi við UN Women stuðla Reitir að jafnrétti kynjanna á breiðari vettvangi.

6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða Tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu

6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

 

Með stefnu sinni í umhverfismálum hvað varðar mengun, flokkun úrgangs, endurvinnslu og áherslur við hönnun og uppbyggingu fasteigna vilja Reitir draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið og þar með á grunnvatn.

7. Sjálfbær orka Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði

7. Sjálfbær orka

 

Með stefnu sinni í umhverfismálum og áherslum sem lúta að orkunýtingu við hönnun og uppbyggingu mannvirkja leggja Reitir sitt af mörkum við að ná þessu markmiði. Reitir hafa notað rafmagnsbíla í sinni starfsemi til margra ára.

8. Góð atvinna og hagvöxtur Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

8. Góð atvinna og hagvöxtur

 

Reitir leggja áherslu á jöfn laun og jafnan rétt einstaklinga til atvinnu í stefnu sinni auk þess sem lögð er áhersla á að mannréttindi séu virt, svo sem réttindi á vinnumarkaði, réttur til félagafrelsis og góðs aðbúnaðar, og nær sú krafa til viðskiptavina félagsins og verktaka sem sinna verklegum framkvæmdum á vegum þess. Síðan 2011 hafa Reitir stutt rausnarlega við Specialisterne, samtök sem hafa náð góðum árangri í að auka atvinnuþátttöku einstaklinga einhverfurófi. Þannig stuðlum við að auknu hlutfalli ungmenna sem stunda nám eða vinnu.

9. Nýsköpun og uppbygging Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun

9. Nýsköpun og uppbygging

 

Með virkri aðild að Grænni byggð - Green Building Council Iceland, vilja Reitir stuðla að sjálfbærri nýsköpun innan bygginga- og skipulagsgeirans og við rekstur borga og mannvirkja. Þannig tökum við virkan þátt í þekkingarmiðlun og hefjum upp sjálfbæra nýsköpun innan okkar starfssviðs.
10. Aukinn jöfnuður Draga úr ójöfnuði í heiminum
10. Aukinn jöfnuður

Reitir leggja áherslu á að réttindi starfsfólks séu tryggð í húsnæði Reita, hvort sem um ræðir starfsfólk leigutaka eða starfsfólk á vegum verktaka sem sinna verklegum framkvæmdum á vegum Reita. Með því að gera þessa kröfu stuðlum við að því að fólk í viðkvæmri stöðu njóti mannsæmandi kjara.

11. Sjálfbærar borgir og samfélög Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg

11. Sjálfbærar borgir og samfélög

 

Með ábyrgu samvali leigutaka á starfssvæðum Reita vill félagið stuðla að bættu borgarumhverfi og minni þörf fyrir mengandi samgöngur. Leitast er við að auka kolefnisjafnandi gróður við bílastæði og á öðrum óbyggðum svæðum í samráði við leigutaka. Með þátttöku í samtökunum Grænni byggð styðja Reitir faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar auk þess að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um málefnið. Reitir eru aðilar að Nordic Built, sáttmála á vegum Norræna ráðherraráðsins ætlað að flýta sjálfbærri þróun í byggingariðnaði.

12. Ábyrg neysla og framleiðsla Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

 

Með þeim viðmiðum sem sett eru fram í stefnu Reita hvað varðar umhverfismál vilja Reitir m.a. leggja áherslu á ábyrga neyslu og framleiðslu. Reitir bauð fyrst íslenskra fasteignafélaga upp á græna leigusamninga á árinu 2013, í slíkum samningum eru leigutakar m.a. hvattir til að velja umhverfisvottaðar rekstrarvörur og velja umhverfisvænni kosti þegar kemur að rekstri húsnæðis auk þess að skrá orku- og vatnsnotkun og leitast við að draga úr sóun.

13. Aðgerðir í loftslagsmálum Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

 

Reitir voru á meðal stofnaðila að Votlendissjóðnum, sem vinnur að endurheimt votlendis með það að markmiði að binda aftur í votlendi kolefni sem var leyst úr læðingi með framræsingu slíks lands. Í grænum leigusamningum er áhersla lögð á notkun umhverfisvottaðra byggingarefna og rekstrarvara. Annað skref var tekið árið 2015 þegar bensínbílum var skipt út fyrir rafmagnsbíla í starfsemi félagsins.
14. Líf í vatni Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt

14. Líf í vatni

 

Ákvæði um umhverfismál í stefnu Reita lúta að því að auka hlutfall endurvinnslu og sorpflokkunar. Markmið þess er m.a. að draga úr rusli sem berst í sjó. Kringlan innleiddi ítarlega sorpflokkun fyrir nokkrum árum og náði þar miklum árangri með rekstraraðilum. Grænir leigusamningar leggja einnig áherslu á slíkt hjá leigutökum. Allt sorp er flokkað á skrifstofu Reita.

15. Líf á landi Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórn skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

15. Líf á landi

 

Votlendi myndar mikilvæg búsvæði fjölda fugla og annarra lífvera á landi. Með stuðningi við Votlendissjóðin og endurheimt votlendis er búsetusvæði endurskapað fyrir dýralíf sem hefur á undanförnum árum og áratugum misst sitt búsvæði hérlendis.

16. Friður og réttlæti Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum

16. Friður og réttlæti

 

Í stefnu Reita er lögð rík áhersla á að mannréttindi séu virt af öllum hagaðilum. Kúgun, spilling og mismunum líðst ekki, og virtur er réttur til félagafrelsis, réttindi á vinnumarkaði og kröfur til góðs aðbúnaðar. Reitir hafa sett stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

17. Samvinna um heimsmarkmiðin Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða

17. Samvinna um heimsmarkmiðin

 

Reitir lýsa yfir vilja til að styðja við þau samstarfsverkefni sem kunna að verða komið á milli opinbera geirans og einkaaðila og lúta að heimsmarkmiðunum, að því marki sem samrýmist starfsemi félagsins. Reitir eru aðilar að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð.