Þjónusta, breytingar, viðhald og neyðartilfelli

Skrunaðu

reitir-backdrop

Þarf að breyta húsnæðinu eða bregðast við viðhaldsþörf?

Neyðartilfelli

Í 575 9000 færð þú samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn.

Þarfnast húsnæðið viðhalds

Sendu okkur viðhaldsbeiðni, við vitum að hlutir geta bilað.

Viltu breyta eða bæta

Hafðu samband og við skoðum málið með þér.

picture

Þjónusta Reita

Reitir hafa umsjón með rekstri sameigna og sjá um viðhald húskerfa og ytra byrðis húsa.

Almment bera viðskiptavinir ábyrgð á viðhaldi innanhúss og rekstri húsnæðisins, svo sem umhirðu lóðar, hreinsun veggjakorts, þrifum sameignar og hreinsun loftræsikerfa. Til að auðvelda leigutökum rekstur sameigna, þá bjóða Reitir upp á þjónustu sem heldur árlega húsfundi þar sem leigutakar ákveða þjónustustigið. Starfsfólk Reita hefur í framhaldi umsjón með fjármálunum og á samskipti við þjónustuaðila. Leigusamningar tiltaka hvaða þjónusta, viðhald og rekstur húsnæðis er innifalinn í leigu.

Spurt og svarað

Hér eru svör við algengum spurningum. Hafðu samband ef þinni spurningu er ekki svarað.

Hafa samband
Gott fyrir viðskiptavini að vita
Gott fyrir samstarfsaðila að vita

Hvers vegna er misjafnt hvort greiða þurfi vsk af leigu atvinnuhúsnæðis?

Meginreglan er að útleiga fasteigna fellur utan virðisaukaskattslaga og ber leiga því engan virðisaukaskatt (útskatt) og leigusali hefur ekki rétt til frádráttar á virðisaukaskatti (innskatti) af aðföngum til sinnar starfsemi. Hins vegar er aðilum sem leigja út fasteignir í atvinnuskyni heimilt að sækja um svokallaða frjálsa skráningu fyrir fasteign eða hluta fasteignar og ber leigusala þá að innheimta útskatt af leiguverði.

Ef virðisaukaskattur er lagður ofan á leiguverðþá er eign í frjálsri skráningu sem þýðir að fasteignaeigandi fékk virðisaukaskatt vegna byggingu eða endurnýjunar viðkomandi fasteignar endurgreiddan. Önnur ástæða getur verið að leigusamningur er nýr og framkvæmdir eru fyrirhugaðar á eigninni.

Ef virðisaukaskattur er ekki lagður ofan á leiguverðþá hefur fasteignaeigandi aldrei sótt um frjálsa skráningu á viðkomandi eign, virðisaukaskattskvöð hefur verið endurgreidd eða að fullu afskrifuð og óskað hefur verið eftir því að viðkomandi eign sé ekki lengur í frjálsri skráningu.

Virðisaukaskattskvöð myndast þegar fasteignaeigandi hefur fengið innskatt endurgreiddan frá ríkinu, vegna byggingar eða endurnýjunar fasteignar. Frá og með árinu 2006 þá fyrnist þessi innskattskvöð á 20 árum og ber því að útskatta viðkomandi eign næstu 20 árin ellegar að endurgreiða innskattinn sem fengist hefur endurgreiddur í hlutfalli við þann tíma sem eftir er að fyrningartímanum. Vísað er í lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988 á althingi.is

Má setja nýja merkingu eða skilti á leiguhúsnæði?

Merkingar utan á byggingar Reita eru á kostnað og ábyrgð leigutaka. Leigutaka ber ávallt að leita samþykkis Reita fyrir nýjum merkingum.

1. Leitið upplýsinga hjá Reitum um viðkomandi hús.Ef viðskiptavinur þekkir ekki fyrirkomulag skiltamála í sínu húsi er hann hvattur til að hafa samband við Reiti og fá upplýsingar.

2. Sendið Reitum skissu til samþykktar.Yfirleitt senda skiltafyrirtæki skissu (mock-up) til samþykktar hjá viðskiptavinum sem sýna stærð merkingarinnar og staðsetningu hennar. Auðveldast er að senda Reitum þessa skissu.

3. Hefjið framleiðslu þegar leyfi hefur fengist.Þegar staðfesting frá Reitum berst er hægt að hefja framleiðslu og setja skiltið upp í framhaldinu.

Í húsum með mörgum leigurýmum er leitast við að samræma stærðir, staðsetningu og eftir atvikum gerðir merkinga. Fyrir sum fjölbýlishús (multi-tenant) eru í gildi reglur hvað varðar stærð og gerð merkinga. Auk ofangreinds þarf í sumum tilfellum að huga að áhrifum festinga á klæðningu húsa.

Viðhald skilta og niðurtaka er á kostnað leigutaka. Þegar skilti skemmast eða þegar leigusamningi lýkur ber rekstraraðila að fjarlægja skiltið.

Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn varðandi skilti og merkingar.

Senda fyrirspurn

Má gera breytingar á leigðu atvinnuhúsnæði?

Reitir reyna ávallt að taka vel í beiðnir um breytingar á leigðu atvinnuhúsnæði. Þó er óheimilt er að gera breytingar án samþykkis Reita. Hvert tilfelli er skoðað sérstaklega að teknu tillilti til samspils neðangreindra atriða.

Kostnaður og kostnaðarskipting. Hver er kostnaður vegna breytinganna ? Er óskað eftir kostnaðarþátttöku Reita, og að hve miklu leyti?

Áhrif breytinganna á húsnæðið.Rýra eða auka breytingarnar útleigumöguleika húsnæðisins í framtíðinni? Verða breytingarnar eða endurbæturnar eign Reita eða leigutaka við lok leigusambands?

Lengd leigusamnings, tryggingar og viðskiptasaga.Tekið er tillit til lengdar leigusamnings og þeirra ábyrgða sem tryggja greiðslur viðskiptavinar.

Samkomulag milli Reita og viðskiptavinar um breytingu á atvinnuhúsnæði er ávallt skjalfest.

Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn varðandi breytingar.

Senda fyrirspurn

Hvernig er umsjón með húsfélögum og sameignum háttað?

Viðskiptavinir sem leigja í byggingum með fleiri en einu leigurými njóta tiltekinnar þjónustu vegna sameignar, t.d. utanumhald um áætlunargerð, kostnaðarskiptingu og innheimtu. Þjónustan er á vegum Reita þjónustu ehf., undantekning er í Kringlunni og í nokkrum húsum, en þar eru starfandi húsfélög.

Þjónustustig er ákvarðað á árlegum húsfundum. Umfang og tíðni þátta s.s. ræstingar, snjómoksturs, lóðaumhirðu og gámaþjónustu er ákvarðað. Einnig er ákvarðað um þjónustusamninga vegna öryggisgæslu, brunavöktunar og eftirlits með loftræstikerfum, lyftum og öðrum búnaði. Stundum er ákveðið að ráða húsumsjónarmenn fyrir stærri fasteignir, þeir eru tengiliðir við leigutaka, sinna almennu eftirliti og vakta samninga auk þess að fá verktaka í ýmis tilfallandi störf.

Reitir þjónusta semur við þjónustuaðila í samræmi við ákvörðun fundarins. Ákvörðun fundar ræður því hvort unnið er með ákveðnum aðilum eða hvort leitað er verðtilboða.

Áætlun næstu 12 mánaða er kynnt. Í áætlun kemur fram áætlaður kostnaður fyrir hvern lið ásamt skiptingu hans. Almennt er kostnaðarskipting hlutfallsleg en þó geta önnur rök mælt með öðru í einstaka tilfellum. Ef óvæntar breytingar verða á þjónustuþörf þá er áætlun endurskoðuð.

Reitir þjónusta greiðir kostnað og innheimtir hjá viðskiptavinum. Rekstrarkostnaður sameigna er innheimtur mánaðarlega. Uppgjör er framkvæmt árlega fyrir árlegan húsfund.

Senda fyrirspurn

Hvar finn ég gjaldskrá Reita?

Vanrækslugjald er innheimt ef ábyrgð er ekki skilað eða hún ekki endurnýjuð.

Gjaldskrá Reita

Gátlisti vegna lóðaumhirðu

Margir leigusamningar Reita kveða á um að leigutakar hafi umsjón með garði og lóð við hið leigða húsnæði. Eftirfarandi eru þau verkefni sem teljast til almennrar garða- og lóðaumhirðu. Listinn er ekki tæmandi.

Garðaumhirða Garðslætti og klippingu trjá og runna þarf að sinna reglulega. Hreinsa þarf beð og fjarlægja þarf illgresi meðfram húsum og utan beða. Afrétta eða fjarlægja þarf hallandi tré. Ábendingum skal koma til Reita, eða eftir atvikum annars ábyrgðaraðila, um stærri verkefni, pollamyndun, utanvegaakstur og fleira

Ýmis þrif Gangstéttir, bílastæði og veggi þarf að hreinsa af tyggjói, veggjakroti eða öðrum óhreinindum eftir þörfum. Reglulega þarf að hreinsa innganga, skyggni og fleira. Lóðir og bílastæði þarf að sópa árlega. Rúður hússins skulu hreinsaðar reglulega.

Sorpgeymslur og gerði Reglulega skal sótthreinsa sorpsvæði og skipta út tunnum eftir þörfum.

Tiltekt Reglulega skal fjarlæga gamlar merkingar, vörubretti, byggingaafganga númeralausa bíla og annað sem kann að safnast upp. Ef sýnilega þarf að setja upp stubbabox fyrir reykingafólk skal það gert. Ábendingum skal koma til Reita, eða eftir atvikum annars ábyrgðaraðila, um hvaðeina utanhúss sem betur má fara.

Bílastæði Bílastæðamálning skal vera vel sýnileg sem og merkingar fyrir fatlaða. Reglulega þarf að mála kanta og endurnýja kanta sem hafa orðið fyrir skemmdum, t.d. af völdum snjóruðningstækja.

Frárennsli Hreinsa skal niðurföll og hafa eftirlit með að virkni þeirra sé eðlileg. Hreinsa skal rennur reglulega. Almennt eftirlit með að yfirborðsvatn skili sér frá húsum, hafa skal samband við Reiti, eða eftir atvikum annan ábyrgðaraðila, ef sinna þarf viðhaldi til að forða skemmdum á húsnæði.

Búnaður á lóð Tryggja þarf virkni og viðhald snjóbræðslu, útilýsingar, merkinga og annars búnaður á lóð. Kanna og endurskoða stillingar á snjóbræðslu á vorin og haustin. Tryggja þarf virkni útilýsingar.

Starfsfólk Reita veitir nánari upplýsingar með ánægju. Hafið samband í 575-9000 eða reitir@reitir.is.

Gátlisti um skil húsnæðis

Í leigusamningum er tiltekið í hvernig ástandi húsnæði á að vera við skil. Eftirfarandi atriði eru til áminningar fyrir leigutaka. Gátlistinn er ekki tæmandi.

Húsnæði á að vera rýmt og þrifið.

Yfirborð veggja og lofta á að vera snyrtilegt, þ.e. sparslað í naglagöt og málað.

Gólf þarf að yfirborðsmeðhöndla, t.d. með bóni eða olíu eins og við á hverju sinni.

Innréttingar, hurðir og annar slíkur búnaður skal yfirfarinn fyrir skil.Lamir, skrár, pumpur, felliþröskuldar og annar búnaður yfirfarinn fyrir skil. Gluggar og gluggabúnaðar á að hafa fengið eðlilegt viðhald. Er þá átt við t.a.m. stormjárn, læsingar, pumpur, sleða o.fl.

Kerfi skulu yfirfarin af þjónustuaðila fyrir skil.Þetta á við um t.d. loftræstikerfi, brunaviðvörunarkerfi, kælikerfi, vatnsúðakerfi, aðgangsstýrikerfi og fl.

Almenn umhirða lóðar skal vera í lagi, bílastæði þrifin og máluð, niðurföll hreinsuð, gler hreint, gróður og græn svæði hirt og kantar heilir.

Tjón á innanstokksmunumskal lagfært fyrir skil, nema það sem telst eðlilegt slit miðað við notkun, .

Formleg úttekt á ástandi húsnæðis er framkvæmd við skil.

Hafið samband í reitir@reitir.is eða í 575 9000 ef spuringar vakna um skil.

Hvernig tryggi ég gott inniloft og hindra rakamyndun og myglu

Myglugró eru hluti af eðlilegu umhverfi okkar en þar sem raki safnast fyrir í byggingum getur orðið óæskilegur mygluvöxtur. Raki getur myndast af ýmsum ástæðum, t.d vegna leka en líka vegna rangrar notkunar á byggingu s.s. þegar misræmi er milli fjölda starfsfólks og þess fjölda sem loftræstikerfi var hannað fyrir. Reitir vilja benda leigutökum á eftirfarandi fræðsluefni frá Umhverfisstofnun og frá Mannvirkjastofnum en jafnframt biðja þá að hafa óhikað samband ef grunur vaknar um rakavandamál.

Umhverfisstofnun - Inniloft, raki og mygla í híbýlum

Hvernig er hálkuvörnum og snjómokstri háttað?

Samkvæmt flestum leigusamningum Reita, þó ekki t.d. samningum um húsnæði í Kringlunni, bera leigutakar ábyrgð á að viðeigandi ráðstafanir til slysavarna við hina leigðu fasteign séu gerðar. Í því sambandi er mikilvægt að moka gangstéttir, tröppur, strá sandi eða salti á svell og hálkubletti og vera vakandi fyrir myndun grýlukerta og snjóhengja á þökum. Ekki er um tæmandi talningu að ræða en átt er við ráðstafanir, sem hafa það að markmiði að fyrirbyggja slys og/eða tjón. Sé hálkuvörnum og fleiru sem fellur undir eðlilegar ráðstafanir í þessu sambandi ábótavant getur leigutaki eftir atvikum borðið ábyrgð á slysi og/eða tjóni, sem af því kann að hljótast.

Sjá einnig spurninguna og svarið við Hvernig er snjómokstri í fjölbýlishúsum háttað?

Hvernig er snjómokstri í fjölbýlishúsum háttað?

Í húsum með fleiri en einum leigutaka eru starfrækt rekstrarfélög. Rekstrarfélag Kringlunnar hefur víðtækt hlutverk en þar utan eru flest fjölbýlishús í umsjón Reita þjónustu, í því felst:

1. Skipulag árlegra húsfunda og skráning fundargerðar

2. Samningagerð við þjónustuaðila í samræmi við ákvörðun húsfundar

3. Greiðsla kostnaðar og innheimta húsfélagsgjalda í samræmi við hlutföll í húsinu

Reitir þjónusta gerir vöktunarsamninga við aðila í snjómokstri eingöngu ef húsfundur ákveður slíkt. Í vöktunarsamningum felst að snjó er rutt þegar þurfa þykir án sérstakrar beiðni. Mörg húsfélög hafa afþakkað vöktunarsamning og þurfa því sjálf að ryðja eða kalla til þjónustaðila eftir þörfum.

Ef vinnu þjónustuaðila er ábatavant er árangursríkast að hafa samband beint við viðkomandi aðila. Reitir þjónusta hefur ekki eftirlit með þjónustuaðilum og tekur ekki ábyrgð á vinnu þjónustuaðila. Upplýsingar um þjónustuaðila hvers húss má finna í fundargerðum húsfélags eða öðrum samskiptum við Reiti. Reitir geta líka veitt nánari upplýsingar.