Til baka

Staða framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita auglýst

Reitir leita að öflugum stjórnanda til að leiða eignaumsýslusvið félagsins.

Sóst er eftir leiðtoga til að sjá um daglegan rekstur á sviðinu, leiða vinnu við samninga- og áætlanagerð ásamt eftirfylgni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum við fasteignir félagsins, hvort sem þær eru vegna viðhalds, endurbóta eða sameiginlegs reksturs leigutaka Reita. Framkvæmdastjóri situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.

Sótt er um stafið á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Atli Magnússon hlynur@hagvangur.is og Þórdís Arnarsdóttir thordis@hagvangur.is.

Starfið er auglýst í kjölfar þess að fráfarandi framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs óskaði eftir að láta af störfum hjá félaginu og mun hann hverfa til annarra starfa þann 1. janúar nk. Andra eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti undanfarin 12 ár og er honum óskað alls hins besta á nýjum vettvangi.

Fleiri fréttir

Korputún er nýtt vistvænt atvinnusvæði á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar
Deiliskipulag fyrir Korputún hefur tekið gildi

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.

Nýjar verslanir í endurbættum Holtagörðum

Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út

Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.