Til baka

Reitir hljóta viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Reitir hlutu endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti.

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Það var Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, hrl., regluvörður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015. Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. 

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna. 

Fleiri fréttir

Fyrsta Gina Tricot verslunin á Íslandi hefur opnað í Kringlunni
Gina Tricot hefur opnað í Kringlunni

Gina Tricot hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Kringlan tilnefnd til virtra breskra verðlauna

Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til Revo´s verðlauna fyrir vel heppnaðar framkvæmdir.

Partyland hefur opnað í Holtagörðum
Partyland hefur opnað í Holtagörðum

Nýja Partyland verslunin er sú stærsta í Evrópu. Í partyland fæst allt fyrir veisluna eða partýið.