Til baka

Reitir hljóta viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

24 ágúst 2023

Reitir hlutu endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti.

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Það var Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, hrl., regluvörður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015. Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. 

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna. 

Fleiri fréttir

Reitir fagna 10 ára skráningarafmæli

Starfsfólk tók á móti fulltrúum Kauphallarinnar á skrifstofu sinni og hringdi kauphallarbjöllunni við opnun markaða.

Reitir reisa hraðhleðslustöðvar í Hveragerði

Nýjar hraðhleðslustöðvar í Hveragerði eru liður í stefnu Reita að bjóða fjölbreyttar þjónustulausnir og taka virkan þátt í uppbyggingu rafhleðsluinnviða í alfaraleið.