Til baka

Reitir hljóta viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti

Reitir hlutu endurnýjaða viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti.

Viðurkenninguna veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Það var Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, hrl., regluvörður og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Reita sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reita.

Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015. Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. 

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna. 

Fleiri fréttir

Ný Bónus verslun í Holtagörðum

Ný Bónus verlsun hefur opnað í Holtagörðum

Skipulag Orkureitsins fær BREEAM Communities vottun með "Excellent" einkunn

Reitir fóru fyrir skipulagsgerð á Reitnum sem hefur nú verið seldur að skrifstofubyggingunni undanskilinni.

Inga tekur við Kringlunni og Sigurjón fer fyrir nýju þróunarfélagi Kringlureitsins

Inga Rut Jónsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Kringlunnar. Sigurjón Örn Þórsson, frafarandi framkvæmdastjóri tekur við nýju starfi sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um uppbyggingu á Kringlureitnum.