Til baka

Ný Bónus verslun í Holtagörðum

Nýja verslunin er um  2.500 fm að stærð eða 40% stærri en gamla verslunin sem nú hefur verið lokað. Verslun Bónus hefur verið í Holtagörðum frá árinu 1994, nýja verslunin verður á sömu hæð en í hinum enda hússins, á móti tveggja hæða bílastæðahúsi og því næg bílastæði að finna.

Mikil áhersla er lögð á að verslunin sjálf skilji eftir sig eins lítið kolefnisfótspor og hægt er. Til að mynda eru kælar og frystar lokaðir og keyrðir áfram af íslenskum umhverfisvænum kælimiðlum í stað freons. Verslunin er lýst upp með LED ljósum sem nota allt að 50% minna rafmagn en hefðbundin ljós og endast líka mun betur. Eins má geta þess að hillur verslunarinnar eru að mestu leyti smíðaðar á Íslandi eða endurnýttar úr öðrum verslunum Bónus. 

Opnun nýju Bónusverslunarinnar er fyrsti áfanginn í breytingum sem standa yfir í húsinu. Í haust opna á fyrstu hæðinni þrjú stór premium outlet frá S4S, NTC og Fötum og skóm, rekstraraðila Herralagersins. Framkvæmdir standa enn yfir sem miða að því að bæta upplifun viðskiptavina og auðvelda aðgengi að verslunum. Rúllurampur milli hæða hefur verið fjarlægður, nýjum inngangi bætt við á fyrstu og annarri hæð ásamt nýrri lyftu.

Reitir óska Bónus til hamingju með nýju verslunina í Holtagörðum og þakka gott samstarf við breytingarnar í húsinu.

Glæsileg ávaxta- og grænmetisdeild í nýrri verslun Holtagörðum

Sjálfsafgreiðsluskassar í Bónus Holtagörðum

Fleiri fréttir

Fyrsta Gina Tricot verslunin á Íslandi hefur opnað í Kringlunni
Gina Tricot hefur opnað í Kringlunni

Gina Tricot hefur opnað á 2. hæð í Kringlunni.

Kringlan tilnefnd til virtra breskra verðlauna

Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til Revo´s verðlauna fyrir vel heppnaðar framkvæmdir.

Partyland hefur opnað í Holtagörðum
Partyland hefur opnað í Holtagörðum

Nýja Partyland verslunin er sú stærsta í Evrópu. Í partyland fæst allt fyrir veisluna eða partýið.