
Höfuðstöðvar Valitor eru staðsettar í húsi Reita í Dalshrauni 3. Húsið var tilbúið til innréttinga þegar leigusamningur var gerður og tók því öll hönnun innanhúss mið af þörfum Valitor. Lögð var áhersla á vinnuhollustu og vistvæn sjónarmið. Í húsinu eru endurvinnanleg teppi og vansvottuð kerfisloft. Húsnæðið er málað með umhverfisvænni málningu án viðbættra leysiefna. Lögð er áhersla á einfaldar lausnir sem lágmarka orkunotkun, eru sjálfbærar og krefjast sjaldnar endurnýjunar. Þannig er t.d. náttúruleg loftræsting í bílakjallara og kjallarinn er ásamt hæðum hússins búinn sérstakri ljósastýringu sem dregur úr orkunotkun.
Reitir og Valitor gerðu með sér fyrsta græna leigusamninginn sem vitað er um hér á landi. Græn leiga byggist á samkomulagi milli eiganda húsnæðis og leigutaka þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að reka húsnæðið með vistvænum hætti.
Glerveggir hleypa birtu frá stórum gluggum inn í mitt vinnurýmið.
Glæsilegt útsýni er úr matsal Valitor.
Bólstraðir milliveggir draga úr hávaða.
THG Arkitektar sáu um innanhússhönnun fyrir Valitor með áherslu á opin vinnurými sem umlykja torg á öllum hæðum. Hugmyndin var að skapa opið og líflegt vinnuumhverfi með hlýlegu viðmóti fyrir starfsfólk og viðskiptavini. AXIS sá um smíði á öllum innréttingum, skápum og borðum samkvæmt hönnun THG. Auk þess voru valdir litríkir Fan stólar og skilrúm frá AXIS.
Ljósmyndir: Reitir og AXIS
Framkvæmdastjóri lögfr.sviðs og regluvörður
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.