
Reitir fasteignafélag er stuðningsaðili og einn af stofnaðilum Grænni byggðar - Icelandic Green Building Council (áður Vistbyggðarráðs). Tilgangur samtakanna er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Grænni byggð hvetur til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi. Markmið Grænni byggðar eru:
Að skilgreina íslensk viðmið fyrir vistvæna byggð sem auðvelda hönnuðum og hagsmunaðilum að þróa í auknum mæli vistvænar áherslur við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi.
Að styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar auk þess að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Íslandi um vistvænt skipulag og mannvirki.
Að stuðla að samvinnu við erlendar systurstofnanir með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum.
Nánari upplýsingar um Grænni byggð má finna á www.graennibyggd.is.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is