
Verslun Rauða krossins á Bíógangi í Kringlunni er sjötta verslun félagsins á höfuðborgarsvæðinu og sú fjórtánda á landsvísu. Fataverslanirnar, þar sem seldar eru notaðar vörur, eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins og afar mikilvægar sem slíkar. Þegar viðskiptavinir kaupa vörur hjá Rauða krossinum öðlast þær endurnýtt líf, stuðlað er að umhverfisvernd, buddan verður þyngri og allur ágóði fer 100% í mannúðarmál.
Í öllum verslunum Rauða krossins sjá sjálfboðaliðar um afgreiðslu og er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða, áhugasamir geta farið inn á heimasíðu félagsins www.raudikrossinn.is fyrir nánari upplýsingar.
Reitir bjóða verslun Rauða krossins velkomna til starfa í Kringlunni.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is