
Reitir styðja Specialisterne, sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að bæta atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi á Íslandi.
Specialisterne fögnuðu 5 ára starfsafmæli í apríl 2016. En stofnun Specialisterne á Íslandi á sér nokkurn aðdraganda. Snemma árs 2010 voru áhugasamir foreldrar í Einhverfusamtökunum í leit að úrræði fyrir fullorðna einstaklinga á einhverfurófinu. Gerð var könnun á því hvort það væri vænlegt að stofna félag í anda Specialisterne í Danmörku, hér á Íslandi. Evrópskur styrkur fékkst til verkefnisins og með aðstoð Einhverfusamtakana og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fór verkefnið af stað. Skrifstofa Specialisterne á Íslandi opnaði á alþjóðlegum degi einhverfu, þann 2. apríl 2011. Specialisterne tóku á móti sínum fyrstu skjólstæðingum þann 4. ágúst sama ár. Frá þeim tíma hafa vel á annað hundrað einstklingar notið stuðnings Specialisterne í lengri eða skemmri tíma og á þriðja tug þeirra hafa fengið launaða vinnu auk þess sem margir hafa snúið sér að námi. Specialisterne treysta nú að mestu eða öllu leiti á styrki eða frjáls framlög til að halda starfseminni gangandi. Specialisterne hafa notið stuðnings Reita í formi húsnæðis allt frá upphafi auk þess að hafa í upphafi fengið rausnarlega styrk frá VIRK.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is