Sköpunarkraftur í Höfðabakka

Sendiráðið vefstofa er til húsa að Höfðabakka 9. Húsnæðið var endurnýjað algjörlega að þeirra þörfum og niðurstaðan varð bjart, hresst og skapandi skrifstofuhúsnæði fyrir þessa framsæknu vefstofu. Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði þetta rými sem Sendiráðið leigir hjá Reitum.
Sköpunarkraftur í Höfðabakka

Í fundarherberginu er stórt tréborð og glerveggir til beggja átta sem hleypa birtu milli rýmanna.

Millennium Falcon í forgrunni við glervegg á skrifstofu Sendiráðsins vefstofu í Höfðabakka 9

Millenium Falcon nýtur sín vel í þessu skapandi umhverfi.

Gulllitaður hringsófi utan um blágræna súlu með sérhönnuðum ljósum á skrifstofu Sendiráðsins í Höfðabakka

Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði þennan skemmtilega sófa utan um burðarsúlu. Á gólfinu eru Milliken teppaflísar frá Stepp.

Kaffistofan í skrifstofuhúsnæði hjá Sendiráðinu Vefstofu í Höfðabakka 9

Skápar í Shaker stíl passa vel við svörtu stál gluggana sem skilja rýmin í sundur.

Setustofan í skrifstofuhúsnæði hjá Sendiráðinu á Höfðabakka. Imperial Tie Fighter, Gremlins og fótbolti á skjánum hressir upp á umhverfið.

Imperial Tie Fighter, Gremlins bangsi, gömul Nintendo tölva og fótbolti á skjánum bera vott um skemmtilegan vinnustað. 

Sendiráðið

Reitir bjóða klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði til leigu fyrir allar tegundir fyrirtækja.  

Fleiri sögur