Rabarbararækt á skrifstofusvölum í 101

Þegar Furðuverk tók að sér að hanna skrifstofur Kolibri að Laugavegi 26 var vellíðan starfsfólks og skapandi vinnuumhverfi markmiðið.
Rabarbararækt á skrifstofusvölum í 101

Kolibri er staðsett á efstu hæð í húsi Reita við Laugaveg 26. Rými þeirra er einstaklega glæsilegt með stórum gluggum sem vísa út á stórar svalir. Hæðin var innréttuð á hlutlausan hátt þegar Kolibri tók við henni en hönnuðir hjá Furðuverk breyttu hæðini í litríkt og skapandi vinnurými. Við hönnun hæðarinnar var vellíðan og skapandi vinnuumhverfi leiðarljósið. Lögð var mikil áhersla á að finna réttan tón. Upplagið var gamansama skilgreiningin "creative classy með smá crazy twisti en alls ekkert krútt". Útkoman var litríkt, skapandi, hlýlegt og fjölbreytt vinnurými, með bókasafni, zen herbergi, ítölsku stórfjölskyldueldhúsi, afar fjölbreyttri fundaraðstöðu, opnum vinnurýmum, plöntum, ilmandi kryddjurtum í pottum og rabarbararækt á svölunum. 

Litríkt og skapandi skrifstofuhúsnæði hjá Kolibrí á Laugavegi 26

Skapandi fundaaðstaða hjá Kolibrí í miðbæ Reykjavíkur

Kolibrí er leigutaki Reita að Laugavegi 26

Ljósmyndir: Furðuverk

www.kolibri.is


Fleiri sögur