
Pappírslaus viðskipti eru mikilvægur liður í framkvæmd umhverfisstefnu Reita. Við erum afskaplega stolt af því að bjóða öllum okkar viðskiptavinum rafræna innheimtu.
Reitir leggja mikla áherslu á að auka hlutfall reikninga sem tekið er við með rafrænum hætti. Auk þess að vera umhverfisvænna þá dregur notkun rafrænna reikninga einnig úr töfum í bókhaldi og úrvinnsla þeirra er ódýrari og skjótari, bæði fyrir útgefanda og móttakanda.
Sendu okkur póst á reitir@reitir.is og við gerum viðskiptin pappírslaus.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.