Nordic Built sáttmálinn í hávegum hafður

Reitir hafa undirritað Nordic Built sáttmálann sem snýst um að gera manngert umhverfi sjálfbært og vistvænt.
Nordic Built sáttmálinn í hávegum hafður

Í sáttmálanum eru tilgreind tíu atriði sem hafa skal að leiðarljósi við byggingu nýrra fasteigna eða við endurnýjun húsa. Reitir er fyrsta íslenska fasteignafélagið sem undirritar sáttmálann. Í samræmi við sáttmálann skullu allar framkvæmdir á vegum Reita stuðla að manngerðu umhverfi sem:

  1. Hannað er fyrir fólk og eykur lífsgæði
  2. Eykur til muna sjálfbærni í mannvirkjagerð sem rekja má til nýsköpunar og góðrar þekkingar
  3. Samþættir borgarlíf og náttúrugæði
  4. Nær markmiðinu um enga losun á vistferlinu
  5. Er hagnýtt, snjallt og fagurfræðilega aðlaðandi, byggt á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best
  6. Er sterkbyggt, varanlegt, sveigjanlegt, sígilt og endingargott
  7. Nýtir staðbundnar auðlindir og er aðlagað staðháttum
  8. Er skapað og viðhaldið í gagnsæju samstarfi þvert á landamæri og greinar
  9. Styðst við lausnir sem staðfæra má og nota um allan heim
  10. Bætir hag fólks, atvinnulífs og umhverfisins
Nánari upplýsingar um NordicBuilt má finna á www.nordicbuilt.org

Fleiri sögur