Íslandsbanki á Granda

Gámur, endurnýttur viður og skipamyndir eru skýr tilvísun í nærliggjandi höfn.
Íslandsbanki á Granda

Íslandsbanki opnaði útibú í húsnæði Reita að Fiskislóð 10 í maí 2015. Hönnun nýja útibúisins tekur mið af þeim krafti og nýbreytni sem einkennir Grandasvæðið. Fundarherbergi í gámi, endurnýttur viður og skipamyndir á veggjum eru á meðal tilvísana í nærliggjandi höfn.

Útibúið á Granda er á meðal verkefna þar sem Reitir fasteignafélag kaupir atvinnuhúsnæði til að leigja tilteknum aðila. Þannig geta Reitir boðið viðskiptavinum að gera leigusamning um húsnæði sem auglýst er til sölu. Húsnæðið hýsti áður gjörólíka starfsemi en bankinn endurhannaði húsnæðið algjörlega að sínum þörfum eftir að hafa tekið það á leigu.

Biðstofa í útibúi Íslandsbanka úti á Granda

Rýmið er lifandi með fjölda skjáa sem kynna þjónustu bankans og annað sem á við hverju sinni. 

Gjaldkeraborð í útibúi Íslandsbanka á Granda.

Mikið er um tilvísanir i nærliggjandi hafnarsvæði og starfsemina í nágrenninu. 

Veggur með hraðbönkum og sjálfsafgreiðsluvélum.

Stór mynd prýðir heilan vegg þar sem hraðbankar eru. 

Nærmynd af gám sem nýttur er sem fundarherbergi

Gámur nýttur sem fundarherbergi hjá Íslandsbanka á Granda.

Fundarherbergi er í gámi. 

Vel hannað svæði þar sem fjármálaráðgjafar taka á móti viðskiptavinum.

Gólfsíðir gluggar hleypa birtu inn í rými þar sem tekið er á móti viðskiptavinum. 

 

www.islandsbanki.is

Reitir bjóða klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði til leigu fyrir allar tegundir fyrirtækja.  

Fleiri sögur