
Húsnæði Ferðaklasans er skemmtilega hannað og sýnir vel hvernig innrétta má hefðbundið skrifstofuhúsnæði á frumlegan hátt. Í rýminu eru falleg sambyggð "hús" sem minna á burstabæ, og nýtast sem óformleg fundarrými. Þau eru skreytt með myndum af íslenskum jurtum.
Gamlar ljósmyndir og stólar með íslenskum gærum gera rýmið hlýlegt.
Í eldhúsinu er skemmtilegur krítarveggur með flottri teikningu eftir grafíska hönnuðinn Pétur Stefánsson.
Stíllinn er nokkuð hrár og sjá má margar flottar lausnir, t.d. borð búin til úr trjádrumbi vöfðum kaðli og í eldhúsinu eru gamaldags ljósaseríur í loftinu.
THG Arkitektar hönnuðu rýmið í samstarfi við leigjendur og Kappar sáu um verklegar framkvæmdir.
Hús ferðaklasans er samstarfsverkefni Íslenska Sjávarklasans og ferðaklasans en það býður uppá aðstöðu og vettvang fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Startup Tourism, viðskiptahraðall fyrir ný ferðaþjónustufyrirtæki ásamt Icelandic Startups, framkvæmdaaðila hraðalsins hafa haft þar aðsetur. Hlutverk Íslenska ferðaklasans er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónstu með því að einbeitasér að því að efla og styrkja samvinnu og samstarf, stórefla hverskonar nýsköpun á sviði ferðaþjónustu, stuðla að aukinni fagmennsku og gæðum, og efla innviði greinarinnar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.