
Vesturgata 2a stóð upphaflega á lóðinni Hafnarstræti 21. Húsið er rúmlega 110 ára í heild sinni. Elsti hluti hússins er talinn vera frá 1835. Jes Zimsen verslaði lengi í húsinu og er húsið enn kennt við hann. Minjavernd sá um flutninga og endurgerð hússins á árunum 2006 til 2009. Við endurgerðina þótti rétt að draga fram helstu stíleinkenni þess frá fyrri tíð.
Innra burðarvirki hússins hafði verið mikið raskað í tímanns rás, en það var endurgert á nær upphaflegan hátt.
Þegar húsið var flutt voru gömlu hafnarkantarnir sem voru við Hafnarstræti voru grafnir upp og hver steinn merktur. Þeir voru síðan endurhlaðnir við sjávarfallaþró sem er nú austan hússins með brú yfir. Svæðið myndar sérstakt umhverfi sem gestir veitingahússins í Kjallara hússins njóta.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is