Endurnýjun á Hótel Íslandi

Hótel Ísland er rúmlega 9.300 fermetrar, auk hótel og veitingastarfsemi eru þar fundarsalir, heilsulind og Klíníkin sem er lækningamiðstöð með fjórum fullkomnum skurðstofum.
Endurnýjun á Hótel Íslandi

Hótelið er hið glæsilegasta enda var það endurnýjað að stórum hluta á árinu í tengslum við breyttar áherslur í rekstri. Hluti herbergja var endurnýjaður, bæði á fyrstu hæð auk þess sem öll efsta hæðin var endurnýjuð, þar eru nú sex nýjar og glæsilegar hótelsvítur sem allar hafa rúmgóðan setkrók og víðfemt útsýni yfir borgina. Breytingar á hæðinni voru m.a. hannaðar af arkitektastofunni THG.

Biðstofan í húsnæði hjá Klíníkinni í Ármúla. Þakgluggi hleypir birtu inn.
Horft yfir móttökurýmið

Kaffihús og hótelbar á Hótel Íslandi í Ármúla.

Múrsteinsveggur á hótelbarnum á hótel Íslandi við Ármúla
Kaffihúsið  eða hótelbarinn í hótelmóttökunni er í stórborgarstíl með múrsteinsvegg

Móttaka hótelsins og veitingasalir fengu einnig yfirhalningu. Gluggaskilrúm úr svörtu járni skilur á milli gestamóttöku og hlýlegs kaffihúss í stórborgarstíl með múrsteinsvegg og bar með opnum hillum. Kaffihúsið skapar mótvægi við nýtt, bjart og opið móttökurými sem tekur á móti skjólstæðingum lækningamiðstöðvarinnar og gesta sem hyggjast njóta heitu pottanna, hot jóga salarins eða annarrar þjónustu í heilsulindinni sem tilheyrir hótelinu.

Gestamóttakan "lobbý" á Hótel Íslandi í Ármúla
Hótel móttakan

Nýja móttökurýmið er staðsett í þeim hluta hússins sem áður hýsti skemmtistaðinn Broadway. Stór þakgluggi hleypir dagsbirtu inn þar sem sviðið var áður og ný viðarklæðning á veggjum dempar hljóð auk þess að gefa þessu bjarta rými hlýju. Skurðstofa með kennslustúku Lækningamiðstöðin hefur fengið nafnið Klíníkin, þar eru fjórar skurðstofur með tækjum og búnaði af nýjustu gerð. Á Klíníkinni er þjónusta við konur í fyrirrúmi, þar er sérhæfð brjóstamiðstöð auk þess sem áhersla er lögð á grindarbotnsaðgerðir, þvagfæraaðgerðir, lýtaaðgerðir og aðrar almennar skurðaðgerðir fyrir konur og karla. Auk þess verður þung áhersla á stoðkerfi, verkjamiðstöð og liðskiptaaðgerðir. Við eina skurðstofuna er sérhönnuð kennslustúka sem gerir nemum, sérfræðingum og öðrum kleift að fylgjast með aðgerðum í gegnum gler og ræða við lækna í sérstöku hljóðkerfi á meðan á aðgerð stendur. Aðstaðan hentar mjög vel til ráðstefnuhalds á heilbrigðissviði.

www.hotelisland.is

 


Fleiri sögur