Sögur
Reitir eru stoltir af stuðningi við góðgerðarmál og þátttöku í mótun umhverfisvitundar í atvinnulífinu.
Með því að fylgja kröfum BREEAM Communities staðalsins í skipulagningu þróunarreita tryggjum við að hugað sé að sjálfbærni, samnýtingu og heilnæmu umhverfi alveg frá grunni.
Skrifstofa Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 var fyrsta húsnæðið á Norðurlöndum til að hljóta Svansvottun fyrir endurbætur á húsnæði.
Reitir eru stoltir aðilar að Grænni byggð, Icelandic Green Building Council, samstarfsvettvangi um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi.
Reitir hafa stutt við Votlendissjóðinn frá stofnun hans. Sjóðurinn var stofnaður með það að markmiði að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Reitir hafa verið einn af stærri stuðningsaðilum UNICEF og UN Women síðan Miðstöð Sameinuðu þjóðanna tók til starfa hérlendis árið 2004.
Reitir hafa stutt Specialisterne með húsnæði í Síðumúla í nærri áratug.