
Vel staðsett skrifstofuhúsnæði í Mosfellsbæ. Móttaka er með tvöfaldri lofthæð þar sem efri hæð er opin með gang á svölum. Fallega hannað rými sem kemur til með að verða virkilega glæsilegt eftir endurnýjun í takt við þarfir nýs leigutaka. Rýmið skiptist í dag í margar skrfistofur (áður læknastofur, margar með vask í dag) en hægt væri að opna skrifstofur að hluta ef óskað er eftir opnu vinnurými. Rýmið er á tveimur hæðum, neðri hæðin er um 530 fm en sú efri tæplega 300 fermetrar. Tveir stigar, annarsvegar breiður góður stigi en einnig hringstigi í hinum enda húsnæðisins. Ýmis þjónusta er í húsinu.
Reitir geta aðlagað rýmið og endurnýjað þannig að það henti nýrri starfsemi. Rýmið er laust og getur verið afhent með skömmum fyrirvara að teknu tilliti til framkvæmda.
Pantið skoðun hér eða hafið samband við Halldór Jensson, sölustjóra, í síma 840 2100 eða í netfanginu halldor@reitir.is til að fá nánari upplýsingar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is