
368 fermetra skrifstofa á efstu hæð sem verður algjörlega endurnýjuð. Hægt verður að breyta veggjaskipan eftir því sem aðstæður leyfa. Mikil lofthæð er á hæðinni, um 4,7 metrar milli bita, sem býður upp á glæsilega einstaka hönnun eða möguleikann á opinni millihæð ef það hentar betur. Horft er til þess að endurnýjun hússins verði fyrsta flokks og að útlitseinkenni og arkitektúr hússins fái notið sín. Inngangur er frá Austurstræti. Lyfta er í húsinu. Húsnæðið er laust en afhendingartími tekur m.a. mið af framkvæmdum sem ráðist verður í innanhúss.
Halldór Jensson, sölustjóri, veitir allar nánari upplýsingar í 840-2100 eða halldor@reitir.is
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is