Pósthússtræti 5

Í Pósthússtræti 5 er til leigu húsnæði á 2. og 3. hæð. Rýmin geta leigst saman eða í sitthvoru lagi.

Endurnýjun hússins stendur yfir og er möguleiki á endurnýjun og veggjaskipan í takti við þarfir leigutaka. 

3. hæðin er 368 m2 fermetra skrifstofa á efstu hæð. Mikil lofthæð er á hæðinni, um 4,7 metrar milli bita, sem býður upp á glæsilega einstaka hönnun eða möguleikann á opinni millihæð ef það hentar betur.

Á 2. hæð er til leigu 310 m2 skrifstofurými. 

Horft er til þess að endurnýjun hússins verði fyrsta flokks og að útlitseinkenni og arkitektúr hússins fái notið sín. Inngangur að er við Austurstræti en að auki er inngangur með lyftu og aðgengi fyrir alla frá Hafnarstræti. Húsnæðið er laust en afhendingartími tekur m.a. mið af framkvæmdum sem ráðist verður í innanhúss. 

Halldór Jensson, sölustjóri, veitir allar nánari upplýsingar í 840-2100 eða halldor@reitir.is

Skrifstofur
310 og/eða 368 m2
Afhending samkomulag
 • aqua_posthusstraeti-5_02dddjpg
 • 1postjpg-1
 • a39a8174jpg
 • posthusstraeti_5_02_scene-2effectsresult-3jpg-1
 • posthusstraeti_5_02_scene-1effectsresult-2jpg
 • posthusstraeti_5_02_scene-4effectsresult-5jpg
 • posthusstraeti_5_02_scene-3effectsresult-4jpg
 • posthusstraeti_5_02_scene-5effectsresult-1jpg
 • posthusstraeti-5-teikning-310-fm-2-haed-06-2022jpg
 • p5-teikning-3hjpg
 • p5-teikning-4hjpg
 • p5-snidjpg-1
 • p5-teikning-snidjpg

Klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði

Lífið í skrifstofuhúsnæði Reita