Laus til afhendingar: 102 fermetra skrifstofa í algjörlega uppgerðu húsi. Gengið er inn um sameiginlegan inngang og þar upp nokkrar tröppur. Rýmið er opið vinnurými með nýrri hnotuinnréttingu með steinborðplötu, undirborðsvask og innfelldum ísskáp. Vönduð lýsing er í öllu húsinu, vegg og loftljós, og gegnheilt eikarparket lagt í klassískt "Chevron" mynstur. Rýmið deilir salerni með öðru rými á hæðinni. 

Umsjón er með allri sameign hússins. Í kjallara eru geymslurými, bæði sameiginlegt rými og sérrými sem hægt er að fá leigð með skrifstofunum. 

Skoða í 3D 

Pósthússtræti 3 er sögufrægt hlaðið steinhús, fyrsti barnaskólinn sem Reykjavík lét byggja, en húsið hýsti síðar pósthús og lengi lögreglustöð. Húsið sem er byggt á sama hátt og Alþingishúsið hefur verið endurgert á vandaðan klassískan hátt þannig að arkitektúr og útlitseinkenni hússins fái notið sýn. Stærðir eru brúttó stærðir. Afhending við undirritun.

Halldór Jensson, sölustjóri, veitir allar nánari upplýsingar í síma 840-2100 eða halldor@reitir.is.

Skrifstofur
102 m2
Afhending samkomulag
 • 1postjpg
 • img_7834jpg
 • img_7823jpg
 • img_7842jpg
 • img_7828jpg
 • img_7825jpg
 • img_7877jpg
 • img_7862jpg
 • img_7868jpg
 • img_7872jpg
 • posthusstraeti-3-3ja-haed-5jpg
 • p3-teikning-finaljpg
 • posthusstraeti-platti-newjpg
 • posthusstraeti-til-leigujpg

Klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði

Lífið í skrifstofuhúsnæði Reita