
Laust til afhendingar: Virkilega fallegt og nýlega endurnýjað skrifstofuhúsnæði. Rýmið skiptist í nokkur rúmgóð opin rými ásamt fundarherbergjum.
Í miðju rýmisins er rúmgóður matsalur eða fundarsalur sem er lagður nýlegu vínylparketi með stórri eldhúsinnréttingu og plássi fyrir þrefaldan ísskáp. Rýminu er lokað frá vinnusvæði með glerveggjum.
Aðalinngangurinn í rýmið er gegnum snyrtilegan inngang sem var endurnýjaður fyrir örfáum árum. Inngangurinn er frá bílastæði sem hefur verið mikið endurnýjað með fallegum gróðri. Við innganginn er sameiginlegur skjólgóður suðurpallur.
Auk þess er annar inngangur sem nýttur hefur verið sem starfsmannainngangur. Rýmið er á 1. hæð (jarðhæð).
Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson, sölustjóri, í 840 2100 eða halldor@reitir.is.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is