
Falleg skrifstofurými laus til afhendingar í Dalshrauni 1. Rýmin eru öll svipuð með parketi á gólfi og flísum að hluta. Vandaðar eikar innréttingar eru í rýmunum og léttir glerveggir aðskilja vinnurými frá fundarherbergjum/skrifstofum. Reitir geta aðlagað rýmin að nýrri starfsemi, hvort sem um er að ræða minniháttar breytingar (s.s. parketslípun og málun) eða meiriháttar breytingar.
1. hæð austur - 269 fm: Skoða í 3D
2. hæð vestur - 338 fm: Skoða í 3D
Bílakjallari er undir húsinu og gott aðgengi er að því þar sem það stendur við fjölfarnar umferðaræðar. Rýmin leigjast án vsk.
Halldór Jensson, sölustjóri, veitir allar nánari upplýsingar í 840 2100 eða halldor@reitir.is.
Framkvæmdastjóri lögfr.sviðs og regluvörður
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.