Aðalstræti 2
216,8 m2

Aðalstræti 2

Vandað skrifstofuhúsnæði til leigu á 3. hæð í lyftuhúsi við Aðalstræti 2 (Vesturgötumegin). Fallegt rými í húsi sem var vandlega endurnýjað af Minjavernd í samræmi við upprunalega gerð í kringum aldamótin.  Hæðin er björt rishæð með hallandi lofti, mikilli lofthæð í miðjunni, fallegum klassískum gluggum á göflum og að auki þakgluggum sem hleypa aukinni birtu inn í miðju rýmisins. Fallegt tréverk, s.s. bitar í loftum og hefðbundin gólfborð gefa rýminu einstakt útlit. Inngangur í rýmið er með stiga eða lyftu staðsettri í glertengibyggingu. Lyftan opnast beint inn í rýmið.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson, sölustjóri, í síma 840-2100 eða í netfanginu halldor@reitir.is.

Húsið er fyrrum pakkhús reist árið 1905 af H. P. Duus, sem rak mikla verslun og skútuútgerð í Reykjavík. Húsið, ásamt framhúsinu Aðalstrætismegin sem tengt er pakkhúsinu með glerhýsi, kallast einu nafni Ingólfsnaust því að á þessum stað herma sagnir að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, hafi dregið skip sín í naust og voru tóttir naustsins enn sýnilegar á 18. öld. 

Skrifstofur
216,8 m2
Afhending samkomulag
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-4jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-5-17jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-8-20jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-7-19jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-6-18jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-9-21jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-10-1jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-23-14jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-12-3jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-13-4jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-14-5jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-15-6jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-20-11jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-19-10jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-11-2jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-21-12jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-16-7jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-17-8jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-18-9jpg
 • adalstraeti-2-ext-2017-jg-3-15jpg
 • adalstraeti-2-3-haed-til-leigu-217fmjpg

Klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði

Lífið í skrifstofuhúsnæði Reita