Stefna um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa

1.gr.  Tilgangur

Með stefnu Reita fasteignafélags um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta er tilgreint hvernig félagið ætlar að haga fjármögnun sinni og skila verðmætum úr rekstri félagsins, beint eða óbeint, til hluthafa þess. Stefnan skapar grundvöll fyrir stjórn um mótun tillagna til aðalfunda um arðgreiðslur til hluthafa eða kaup á eigin bréfum.

2.gr.  Fjármögnun

Stefnt er því að hlutfall vaxtaberandi lána félagsins af verðmæti fjárfestingareigna verði að jafnaði 60-65% og að hlutfall rekstrarhagnaðar af greiddum vöxtum nemi að lágmarki 1,8. Að jafnaði skal fjármagnskostnaður Reita vera í takt við fjármagnskostnað sambærilegra fyrirtækja.

3.gr.  Arðsemi

Stefnt er að því að raunarðsemi eiginfjár verði til lengri tíma a.m.k. 7% yfir ávöxtunarkröfu langra verðtryggðra skuldabréfa með ríkisábyrgð en tekur þó mið af markaðsaðstæðum hverju sinni.

4.gr.  Arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum

Stefna félagsins er að greiða hluthöfum stöðugan og vaxandi árlegan arð. Stefnt er að því að skila a.m.k. 1/3 af rekstrarhagnaði hvers árs til hluthafa, annað hvort í formi arðgreiðslna eða með kaupum á eigin bréfum.

Ákvörðun um arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum hverju sinni taka mið af fjárhagslegri stöðu félagsins, möguleikum til fjárfestinga, stöðu á markaði, ákvæðum laga og samninga sem félagið hefur gert.

5.gr.  Ábyrgð

Stefna þessi tekur þegar gildi og ber forstjóri ábyrgð á framfylgd hennar.

Ofangreind Stefna um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa var samþykkt á aðalfundi Reita þann 30. apríl 2015.