Hlutverk, gildi og stefna

1.       Hlutverk

Reitir fasteignafélag hf. (Reitir) sérhæfir sig í eignarhaldi,  þjónustu og rekstri fasteigna með áherslu á verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og hótelbyggingar.

Reitir leggja þannig til umgjörð um atvinnustarfsemi þar sem stærðarhagkvæmni, fjölbreytileiki og sérfræðiþekking skila viðskiptavinum og eigendum ávinningi. Reitir fjárfesta einnig í þróunarverkefnum á fasteignamarkaði.

2.       Gildi

Jákvæðni, fagmennska og samvinna eru gildi Reita. Stjórn og starfsfólk félagsins á að hafa gildin til hliðsjónar í öllum samskiptum við samstarfsmenn, viðskiptavini, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

3.       Stefna

Stefnt er að því að Reitir treysti stöðu sína sem öflugasta fasteignafélag landsins. Félagið mun leggja áherslu á atvinnuhúsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu.

Markaðssókn félagsins mun felast í frekari styrkingu eignasafnsins með kaupum á vel völdum eignum, fasteignaþróun og auknum samskiptum við viðskiptavini, með það að markmiði að skilja þeirra þarfir og uppfylla þær.

4.       Ábyrgð

Stefna þessi tekur þegar gildi og ber forstjóri ábyrgð á framfylgd hennar.

 

Þannig staðfest í stjórn Reita fasteignafélags hf. 4. júní 2020.