Fjárfestingastefna

1. Tilgangur

Reitir fasteignafélag hf. (Reitir) hefur mótað sérstaka fjárfestingarstefnu í þeim tilgangi að skapa umgjörð um nýjar fjárfestingar félagsins og fjárfestingu í þróunarverkefnum á fasteignamarkaði almennt.

2. Um fjárfestingar og arðsemi þeirra

Nýjum fjárfestingum er einkum ætlað að vera innan höfuðborgarsvæðisins eða á svæðum þar sem félagið á fasteignir fyrir. Auk þess getur þeim verið ætlað styðja við fyrirliggjandi viðskiptasambönd. Reitir munu einnig fjárfesta í þróunarverkefnum á fasteignamarkaði.

Að jafnaði er gerð krafa um arðsemi einstakra fjárfestinga sem speglar stefnu Reita um fjárhagsleg markmið og arðsemi.

3. Ábyrgð

Stefna þessi tekur þegar gildi og ber forstjóri ábyrgð á framfylgd hennar.

Þannig staðfest af stjórn Reita fasteignafélags hf. þann 4. júní 2020.