Framkvæmdastjórn

Guðjón Auðunsson rekstrarhagfræðingur, fæddur 1962, hefur verið forstjóri Reita frá september 2010. Guðjón sinnir daglegum rekstri Reita í umboði stjórnar. Guðjón hefur gegnt stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi í mörg ár, þar af í um níu ár hjá Eimskip og í um níu ár hjá Olíufélaginu Esso/N1. Guðjón er stjórnarformaður Rekstrarfélags Kringlunnar og stjórnarmaður í dótturfélögum Reita.

 

Einar Þorsteinsson, fæddur 1978, hóf störf hjá Reitum 2008. Einar hefur lokið B.Sc. prófi í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfamiðlun.

Andri Þór Arinbjörnsson, fæddur 1982, hóf störf hjá Reitum árið 2011. Andri hefur lokið BS prófi í byggingartæknifræði frá HR.

Ragnheiður M. Ólafsdóttir, fædd 1972, hóf störf hjá Reitum 2014. Ragnheiður lauk Cand.Jur. prófi frá Háskóla Íslands og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Friðjón Sigurðarson, fæddur 1978, hóf störf hjá Reitum árið 2013. Friðjón hefur lokið M.Sc. prófi í byggingarverkfræði frá DTU í Danmörku.

Kristófer Þór Pálsson, fæddur 1981, hóf störf hjá Reitum árið 2016.  Kristófer hefur lokið B.Sc. prófi í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfamiðlun.