Reitir bjóða öllum viðskiptavinum græna leigusamninga
Leigutaki sækir um á vef Reita. Reitir hafa samband við viðskiptavin, svara fyrirspurnum, og staðfesta áform um sameiginlegan vilja til að reka húsið með vistvænum hætti í samræmi við gátlista grænnar leigu.
Reitir og viðskiptavinur vinna að endurbótum. Starfsmaður yfirfer gátlista grænnar leigu og gerir nauðsynlegar breytingar. Auk þess sem viðkomandi aðili skráir orku- og vatnsnotkun mánaðarlega og leitar leiða til að draga úr sóun. Ef ráðgerðar eru breytingar á húsnæði eða lóð, t.d. til að bæta aðbúnað hjólreiðarmanna þarf að hafa samráð við Reiti.
Viðskiptavinur staðfestir grænt leigusamband árlega. Auðveldasta leiðin er sú að senda Reitum skjalið, þar sem raforku- og heitavatnsnotkun er skráð ásamt viðbótarupplýsingum um aðra liði grænnar leigu.
575 9000